Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 145

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 145
Sérkenni kristindómsins verkunum. Þungamiðja hins kristilega lífs er hugarfarið, trúin, sem getur af sér hið hreina siðgæði. Hér er enn andi spámannsins á ferðinni, sem flytur siðgæði kristindómsins aftur nær anda Krists. í samræmi við þessa afstöðu mannsins gagnvart Guði er ennfremur mat heimsgæðanna, Guð er orðinn nálægari, heimurinn svið verka hans. Meinlæti og heimsflótti eru ekki skoðuð sem æðra siðgæði ókvæni presta og munkdómur eru afnumin, heimilislífið hefur jákvætt, siðferðilegt gildi, meðferð hinna efnislegu gæða er siðferðilegt hlutverk, valdstjórnin er guðleg skipun, eins og hjá Páli. Annars er afstaðan til hins veraldlega frekar afskiptaleysi en umsköpun. Calvín lagði meiri áherslu á helgun hinna einstöku meðlima kirkjunnar en Lúther, sem byggði meira á hinni óverðskulduðu náð Guðs. „Hættan fyrir lúthersku stefnuna liggur í því, að hún neitar að hafa áhrif á mótun sögunnar, og þolir það ástand sem er, eins og það sé það skipulag, sem Guð vill; hættan fyrir kalvínsku stefnuna í því, að hún blandar saman mannlegum aga og guðlegum, telur takmarkaðar mannlegar hugsjónir og skipulag vera hið sama og skipulag guðsríkisins” (Althaus: Grundrisz d. Ethik, bls. 58). Calvín beitir strangari kirkjuaga, og byggir siðgæðið á lögmálsboðum bæði hins Gamla og Nýja testamentis, eins og raunar Lúther gerði líka. En móti einhliða verkaréttlæti verkaði hin stranga fyrirhugunarkenning hans, þótt hún hins vegar, þótt undarlegt mætti virðast, jitti undir siðgæðisviðleitni manns, „til að gera útvalningu sína vissa”. I endurbættu (reformertu) kirkjunni hefur siðakenning Calvín§ leitt til aukins skilnings á gildi hinna veraldlegu starfa, þar sem hann hvatti menn tíl að sýna sig verðuga útvalningar sinnar í öllu daglegu lífi sínu, og hefur hún þar orðið hvöt til hinna miklu iðnaðarframfara í löndum endurbættu kirkjunnar. Píetsminn átti að nokkru leyti rætur sínar að rekja frá endurbættu kirkjunni og hinum ensku púrítönum, en að nokkru leyti til endurskírenda og annarra mýstískra flokka meðal mótmælenda. Hann lagði ríka áherslu á innilegt guðssamfélag, og í andstöðu við hina prótestantísku guðfræði, sem hélt því fram, að hinir kristnu ættu að þekkjast á hugarfarinu einu saman, vildi hann láta það birtast í lífi þeirra. Siðgæði hinna „endur- fæddu” átti að þekkjast á afstöðu þeirra til veraldlegra hluta, til skemmtana og lista, en gagnvart öllu slíku sýndu þeir sig mjög fjarlæga, og vildu helga líf sitt með því að halda sér óflekkuðum af heiminum. En einnig^ kemur það fram í áhuga þeirra fyrir vakningastarfsemi, trúboði o.fl. Áframhald píetismans var síðan vakningastefna 19. aldarinnar, í sumum greinum sínum með aukinni mótsetningu milli hinna endurfæddu og hinna óendurfæddu, og upp af henni spratt síðan heimatrúboðið. Á upplýsingaröldinni breyttust mjög viðhorf manna til hins yfir- náttúrlega í trúarbrögðunum, og í samræmi við það var viðleitnin á siðgæðissviðinu sú, að sýna fram á, að siðgæði kristíndómsins væri hið náttúrlega eðli mannsins, og lögmál siðgæðisins væri manninum meðfætt. Hið skynsamlegasta er að lifa siðlega. Hins vegar var lítil áhersla lögð á sambandið milli trúar og siðgæðis. En meiri áhrif en nokkur annar hafði 143
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.