Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 145
Sérkenni kristindómsins
verkunum. Þungamiðja hins kristilega lífs er hugarfarið, trúin, sem getur
af sér hið hreina siðgæði. Hér er enn andi spámannsins á ferðinni, sem
flytur siðgæði kristindómsins aftur nær anda Krists. í samræmi við þessa
afstöðu mannsins gagnvart Guði er ennfremur mat heimsgæðanna, Guð er
orðinn nálægari, heimurinn svið verka hans. Meinlæti og heimsflótti eru
ekki skoðuð sem æðra siðgæði ókvæni presta og munkdómur eru
afnumin, heimilislífið hefur jákvætt, siðferðilegt gildi, meðferð hinna
efnislegu gæða er siðferðilegt hlutverk, valdstjórnin er guðleg skipun,
eins og hjá Páli. Annars er afstaðan til hins veraldlega frekar afskiptaleysi
en umsköpun.
Calvín lagði meiri áherslu á helgun hinna einstöku meðlima kirkjunnar
en Lúther, sem byggði meira á hinni óverðskulduðu náð Guðs. „Hættan
fyrir lúthersku stefnuna liggur í því, að hún neitar að hafa áhrif á mótun
sögunnar, og þolir það ástand sem er, eins og það sé það skipulag, sem
Guð vill; hættan fyrir kalvínsku stefnuna í því, að hún blandar saman
mannlegum aga og guðlegum, telur takmarkaðar mannlegar hugsjónir og
skipulag vera hið sama og skipulag guðsríkisins” (Althaus: Grundrisz d.
Ethik, bls. 58). Calvín beitir strangari kirkjuaga, og byggir siðgæðið á
lögmálsboðum bæði hins Gamla og Nýja testamentis, eins og raunar
Lúther gerði líka. En móti einhliða verkaréttlæti verkaði hin stranga
fyrirhugunarkenning hans, þótt hún hins vegar, þótt undarlegt mætti
virðast, jitti undir siðgæðisviðleitni manns, „til að gera útvalningu sína
vissa”. I endurbættu (reformertu) kirkjunni hefur siðakenning Calvín§
leitt til aukins skilnings á gildi hinna veraldlegu starfa, þar sem hann
hvatti menn tíl að sýna sig verðuga útvalningar sinnar í öllu daglegu lífi
sínu, og hefur hún þar orðið hvöt til hinna miklu iðnaðarframfara í
löndum endurbættu kirkjunnar.
Píetsminn átti að nokkru leyti rætur sínar að rekja frá endurbættu
kirkjunni og hinum ensku púrítönum, en að nokkru leyti til endurskírenda
og annarra mýstískra flokka meðal mótmælenda. Hann lagði ríka áherslu
á innilegt guðssamfélag, og í andstöðu við hina prótestantísku guðfræði,
sem hélt því fram, að hinir kristnu ættu að þekkjast á hugarfarinu einu
saman, vildi hann láta það birtast í lífi þeirra. Siðgæði hinna „endur-
fæddu” átti að þekkjast á afstöðu þeirra til veraldlegra hluta, til
skemmtana og lista, en gagnvart öllu slíku sýndu þeir sig mjög fjarlæga,
og vildu helga líf sitt með því að halda sér óflekkuðum af heiminum. En
einnig^ kemur það fram í áhuga þeirra fyrir vakningastarfsemi, trúboði
o.fl. Áframhald píetismans var síðan vakningastefna 19. aldarinnar, í
sumum greinum sínum með aukinni mótsetningu milli hinna endurfæddu
og hinna óendurfæddu, og upp af henni spratt síðan heimatrúboðið.
Á upplýsingaröldinni breyttust mjög viðhorf manna til hins yfir-
náttúrlega í trúarbrögðunum, og í samræmi við það var viðleitnin á
siðgæðissviðinu sú, að sýna fram á, að siðgæði kristíndómsins væri hið
náttúrlega eðli mannsins, og lögmál siðgæðisins væri manninum meðfætt.
Hið skynsamlegasta er að lifa siðlega. Hins vegar var lítil áhersla lögð á
sambandið milli trúar og siðgæðis. En meiri áhrif en nokkur annar hafði
143