Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 147
Sérkenni kristindómsins
hins góða með loforðum um himnesk eða jarðnesk laun, ekki að reka
menn til þess með ströngum boðum eða bönnum, heldur að vinna
mennina sjálfa, vilja þeirra og hjörtu, með aðdráttarafli hins guðlega
kærleika, þannig að þeir óski og þrái ekkert frekar en að lifa í samræmi
við kærleiksvilja Guðs. Það er sú eina aðferð, sem er í samræmi við eðli
hins alvalda kærleika.
Hér er því ekki gerð tilraun til að telja upp kristilegar dyggðir eða
skyldur (Sbr. Haring, Chrl. Leben, bls. 297n). Þær spretta upp sjálfkrafa
af hinu innilega samlífi við himneska föðurinn, þar sem það er fyrir
hendi. En ég mun í eftirfarandi greinum athuga nokkuð, hvað það samlíf
hefur í för með sér í afstöðu mannsins til umhverfis síns.
2) Endurmat allra gilda
Grundvöllurinn undir öllu sönnu siðgæði er Guð sjálfur. Að hafa hlotið
þekkingu á honum, hinum altæka kærleika, ekki aðeins fyrir annarra
sögn, heldur fyrir eigin reynslu, með því að finna anda hans verka í eigin
brjósti, er að hafa fengið nýtt viðhorf við öllu lífinu: „Hið gamla varð að
engu, sjá það er orðið nýtt.” í ljósi þessarar reynslu hlýtur allt líf
mannsins að gjörbreytast. Það er þetta, sem hefur knúð til dáða hina
miklu ljósbera kristninnar, sem hafa lýst yfir myrkur aldanna með hreinu
skini síns fagra lífs, allt frá Páli, Agústínusi, Fransiskusi, til Davids
Livingstone, Sundar Singhs og Kagawa. Þetta nýja viðhorf við öllum
hlutum er það, sem nefnt hefur verið „endurmat allra gilda” (Umwertung
aller Werte). „Við rætur allrar kristilegrar siðfræði liggur það, sem
Harnack hefur nefnt endurmat allra gilda í ljósi guðlegs sonernis vors og
himnesks borgarraréttar” (Inge, Ethics, bls. 51). Allir hlutir eru metnir
út frá því gildi, sem þeir hafa fyrir framkvæmd guðsríkishugsjónarinnar.
Hér er um að ræða nýjan siðgæðismælikvarða, því að í boðskap Jesú var
ný „sú vissa, að þetta æðra líf væri eitt hið sanna líf, sem allt ylti á fyrir
manninn, fjársjóður, sem öll jarðnesk gæði væru alveg einskis virði
gagnvart; sú vissa, að hinn rétti gildismælir fyrir alla jarðneska hluti og
jarðneska reynslu væri eingöngu fólginn í því, hvort þau væru nytsöm
eða skaðleg fyrir það, að öðlast hið sanna hnoss, gæði hins eilífa lífs”
(Wendt, bls. 285). í stað hins hverfula, sem mest verðgildi er fest við í
hinum veraldlegu viðskiptum, kemur hið varanlega, það sem tilheyrir
hinum innra heimi, heimi sálarlífsins, andans, og getur því orðið hluti af
manninum sjálfum. Það er meira virði en allt annað. „Hvað stoðaði það
manninn, að eignast allan heiminn, og bíða tjón á sálu sinni?” „Jesús hefur
ekki þekkt orðið persónuleiki, en það sem það felur í sér, hefur hann
áreiðanlega meint: hann hefur hér og þar enda orð yfir það: sálin”
(Weinel, Theologie. bls. 83).
Það er þessi innri veruleiki í manninum, sálin, persónuleikinn, sem er
öllum verðmætum dýrmætari. En hann hefur aftur gildi sitt fyrir
samband sitt við Guð: í mannssálinni birtist Guð á jörðu. Jesús var svo
skarpskyggn á hið góða í fari mannanna, svo raunskyggn, og þar af
10
145