Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 147

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 147
Sérkenni kristindómsins hins góða með loforðum um himnesk eða jarðnesk laun, ekki að reka menn til þess með ströngum boðum eða bönnum, heldur að vinna mennina sjálfa, vilja þeirra og hjörtu, með aðdráttarafli hins guðlega kærleika, þannig að þeir óski og þrái ekkert frekar en að lifa í samræmi við kærleiksvilja Guðs. Það er sú eina aðferð, sem er í samræmi við eðli hins alvalda kærleika. Hér er því ekki gerð tilraun til að telja upp kristilegar dyggðir eða skyldur (Sbr. Haring, Chrl. Leben, bls. 297n). Þær spretta upp sjálfkrafa af hinu innilega samlífi við himneska föðurinn, þar sem það er fyrir hendi. En ég mun í eftirfarandi greinum athuga nokkuð, hvað það samlíf hefur í för með sér í afstöðu mannsins til umhverfis síns. 2) Endurmat allra gilda Grundvöllurinn undir öllu sönnu siðgæði er Guð sjálfur. Að hafa hlotið þekkingu á honum, hinum altæka kærleika, ekki aðeins fyrir annarra sögn, heldur fyrir eigin reynslu, með því að finna anda hans verka í eigin brjósti, er að hafa fengið nýtt viðhorf við öllu lífinu: „Hið gamla varð að engu, sjá það er orðið nýtt.” í ljósi þessarar reynslu hlýtur allt líf mannsins að gjörbreytast. Það er þetta, sem hefur knúð til dáða hina miklu ljósbera kristninnar, sem hafa lýst yfir myrkur aldanna með hreinu skini síns fagra lífs, allt frá Páli, Agústínusi, Fransiskusi, til Davids Livingstone, Sundar Singhs og Kagawa. Þetta nýja viðhorf við öllum hlutum er það, sem nefnt hefur verið „endurmat allra gilda” (Umwertung aller Werte). „Við rætur allrar kristilegrar siðfræði liggur það, sem Harnack hefur nefnt endurmat allra gilda í ljósi guðlegs sonernis vors og himnesks borgarraréttar” (Inge, Ethics, bls. 51). Allir hlutir eru metnir út frá því gildi, sem þeir hafa fyrir framkvæmd guðsríkishugsjónarinnar. Hér er um að ræða nýjan siðgæðismælikvarða, því að í boðskap Jesú var ný „sú vissa, að þetta æðra líf væri eitt hið sanna líf, sem allt ylti á fyrir manninn, fjársjóður, sem öll jarðnesk gæði væru alveg einskis virði gagnvart; sú vissa, að hinn rétti gildismælir fyrir alla jarðneska hluti og jarðneska reynslu væri eingöngu fólginn í því, hvort þau væru nytsöm eða skaðleg fyrir það, að öðlast hið sanna hnoss, gæði hins eilífa lífs” (Wendt, bls. 285). í stað hins hverfula, sem mest verðgildi er fest við í hinum veraldlegu viðskiptum, kemur hið varanlega, það sem tilheyrir hinum innra heimi, heimi sálarlífsins, andans, og getur því orðið hluti af manninum sjálfum. Það er meira virði en allt annað. „Hvað stoðaði það manninn, að eignast allan heiminn, og bíða tjón á sálu sinni?” „Jesús hefur ekki þekkt orðið persónuleiki, en það sem það felur í sér, hefur hann áreiðanlega meint: hann hefur hér og þar enda orð yfir það: sálin” (Weinel, Theologie. bls. 83). Það er þessi innri veruleiki í manninum, sálin, persónuleikinn, sem er öllum verðmætum dýrmætari. En hann hefur aftur gildi sitt fyrir samband sitt við Guð: í mannssálinni birtist Guð á jörðu. Jesús var svo skarpskyggn á hið góða í fari mannanna, svo raunskyggn, og þar af 10 145
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.