Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 156
Bjöm Magnússon
ekki að dæmi meistarans sem þjónn þeirra, er hjálpræðið áttu að erfa,
heldur skammtaði hún það úr hnefa, í smásálarlegri umhyggju um það, að
láta ekki of mikið í té. Hvergi hefur þetta verið augljósara en í rómversku
kirkjunni, enda kveður Harnack svo að orði, að „í kyrrþei þokaði
rómverska kirkjan sér í rúm rómverska heimsveldisins. Veldið lifði í
raun og veru áfram þar sem hún var.” Og líka: „Þessari kirkju er það
jafnmikilsvert að beita drottinvaldi sínu og að boða fagnaðarerindið”
(Krd. bls. 183, 185). En einnig innan mótmælendakirknanna hefur mátt
sjá hina sömu viðleitni, þótt ekki væri þar á eins „veraldlegan” hátt eins
og í rómversku kirkjunni um eitt skeið. Lútherski rétttrúnaðurinn
drottnaði einnig yfir sálum manna og samviskum, og beitti valdi sínu og
aga, ekki sem þjónn, heldur sem drottnari.
Þrátt fyrir þetta hefur þó ekki hjá því farið, að boðun fagnaðarerindis
Jesú, sem kirkjurnar hafa stöðugt haft með höndum, hefur unnið að því
að kenna mönnum þjónustusemi og fórnfýsi. Þessir þættir eru svo ríkir í
öllum boðskap Jesú, bæði í orði og verki, að það er ómögulegt að það
mannfélag, sem hefur notið uppfræðslu um starf Jesú öld fram af öld,
hafi ekki í einhverju látið mótast af þeim. Og ýmsir eru þeir
einstaklingar, sem mjög langt hafa komist í því að fylgja meistara sínum á
braut sjálfsfórnandi þjónustu þótt ekki verði nöfn þeirra talin hér, enda
fæst slááð á spjöld sögunnar. En þegar til félagsheildarinnar kemur, og
samskipta mannanna yfirleitt, þá er árangurinn ennþá miklu minni, þótt
einnig þar megi sjá merki um áhrif Krists. Það sést ljósast, þegar samlíf
mannanna er borið saman við þá hugsjón, sem Jesús flutti.
b) Hjónabandið
Hin minnsta eining mannlegs félagsskapar, og undirstaða hans, er
heimilið. En heimilið er stofnað af manni og konu, sem ganga í hjúskap
Eins og það er krafa kristindómsins, að allur mannlegur félagsskapur og
öll mannleg samskipti byggist á kærleika og stjórnist af honum, svo er
það sérstaklega höfuðskilyrði hjúskaparins, að til hans sé stofnað af
kærleika. Og eins og hinn kristilegi kærleikur er óeigingjarn og hugsar
ekki til launa, eins er ómissandi fyrir farsælan hjúskap, að fyrir hendi sé
fórnfús ást, af beggja hálfu, eða m.ö.o. að hann byggist á gagnkvæmri
þjónustusemi. Hið kynferðilega aðdráttarafl milli karls og konu á sinn rétt
og er grundvallað á hinni líffræðilegu byggingu þeirra, auk þess sem það
þjónar hinni guðlegu skapanmegin. Jesús mótmælti því ekki, og þau einu
orð hans, sem benda í þá átt, að hann hafi mælt með ókvæni (Mt. 19,12),
bera það glöggt með sér, að þar er hann að ræða um sjaldgæfar
undantekningar, sem vitanlega eru til í því efni. Og hann gerði að sínum
orðum hin fornu orð Genesis: „Fyrir því skal maður yfirgefa föður sinn
og móður, og búa við eiginkonu sína, og þau tvö skulu verða eitt hold.“
Og hann bætti við: „Þannig eru þau þá ekki framar tvö, heldur eitt hold”
(Mk. 10,7n). Með þessum orðum virðist mér hann benda til hins nána
samruna, ekki í anda, heldur í holdi. Sbr. Einar Edwin: „Guð vill, að
154