Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 157
Sérkenni kristindómsins
kynþörfinni sé fullnægt í hjónabandinu. Jesús hikar hér ekki við að nota
hið sterkasta, raunskyggna orð: „eitt hold”. Bæði hjónin skulu lifa
kynferðislífi. Þau eru hvort um sig hætt að vera líkami, þau hafa
sameiginlegan líkama, með samfarimar og kyntilfinninguna sem tengilið”
(Det nye menneske, bls. 50-51). En að fyrir Jesú sé um annað og meira að
ræða, en samruna í holdi, sýna orð hans um órjúfanleik hjónabandsins:
„Það, sem því Guð hefur tengt saman, má ekki maður sundur skilja.”
Nú væri það það að vísu ofbeldi gegn sögulegum skilningi á hjóna-
bandinu, því vitanlega eru þau miðuð við gömlu söguna í Genesis sem
Jesús gerir enga tilraun til að hrekja, en í sambandi við önnur ummæli
hans og af anda kenningar hans yfirleitt getum vér séð, að hjónabandið á,
eins og önnur mannleg samskipti, að byggjast á gagnkvæmri þjónustu, þar
sem tekur ekki síður til andlegra en líkamlegra samskipta þeirra. „Ekki
hið líkamlega án hins andlega, né heldur hið andlega án hins líkamlega,
heldur hvort tveggja samtvinnað, svo að tvenn sjálfstæð eðli geti
samlagast í djúpri og grundvallandi samúð” (White: Modern Light on Sex
and Marriage, bls. 82). Og af því að þessi samskipti eru nánari en öll
önnur mannleg viðskipti, og krefjast þess að maðurinn sé allur og heill,
og í samræmi við hinar ströngu kröfur Krists um hreinleika og
trúmennsku, um að glæða líf og efla, en ekki meiða og valda sársauka, þá
er krafa kristindómsins sú, að hjúskapurinn sé aðeins milli eins karls og
einnar konu, og ófrjúfanlegur. Og sú krafa nær, eins og aðrar siðakröfur
Jesú, ekki aðeins til hins ytra verknaðar, heldur engu að síður til'
hugarfarsins. Maðurinn getur „drýgt hór í hjarta sínu”, og einnig það
spillir helgi hjónabandsins. „Fyrir Jesú er enginn grundvallarmunur á
tryggðarofum í ímynduninni og tryggðarofum í veruleikanum. í
„áhrifunum út á við er mismunur, því hinn ytri tryggðarofsverknaður
dregur þriðja aðiljann inn í leikinn. En inn á við eru áhrifin þau sömu.
Þau verka hvort tveggja jafntruflandi, jafneyðandi á innri einingu og
samkvæmni mannsins” (Edvin, op. cit. bls. 55). En þessi krafa um
órjúfanleik verður því aðeins uppfyllt í anda Jesú, að sameiningin sé
grundvölluð á gagnkvæmum kærleika, og sé sprottin af hreinni þörf
sálnanna. „Það sem oss varðar er hugsjón kristindómsins, hin sérstaka
löggjöf eða þær venjur, sem henni er haldið uppi af eða hún birtist í eru,
þegar á allt er litið, minna virði” (Barry, bls. 236). Þeir, sem hengja sig í
orð Jesú um órjúfanleik hjónabandsins undir öllum kringumstæðum —
nema fyrir hórsök eins og Matteusi (sbr. Edwin, bls. 53n) —, víla margir
ekki fyrir sér að fara í kringum önnur orð hans, eins og að rísa ekki gegn
meingerðamanninum (sbr. afstöðu enska löggjafarvaldsins til beggja
þessara orða), en ættu að minnast þess, að fyrsta krafa Jesú var sú um
siðgæði manna, að þeir væru hreinir og sannir í allri breytni sinni. Að
mínum skilningi hefur öldungurinn Inge komist að kjarna kenningar Jesú
um hjónabandið þar sem hann segir:
„Niðurstaða mín er að Kristur vildi innræta mönnum hærri skilning á
heilagleika hjónabandsins heldur en rabbíarnir af báðum stefnum (Hillels
og Shammaís) höfðu. Ég held ekki að hann hafí viljað setja fram strangar
155