Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 161

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 161
Sérkenni kristindómsins við fjall þetta: Flyttu þig þaðan og hingað; og það mun flytja sig, og ekkert mun verða yður um megn” (Mt. 17,20). Hversu miklu fremur munu menn þá ekki hafa mátt til miskunnarverka: Þess vegna á það að vera hlutverk kristindómsins sérstaklega, og þeirra sem telja sig forvígismenn hans, að beita þeim mætti, sem Guð hefur gefið mönnunum, til lækninga, sérstaklega hinna sálarlegu sjúkdóma. Gegn þessari aðferð mundu margir guðfræðingar slá fram þeirri mótbáru, að þetta séu engin vísindi, og eigi ekki heima í ritgerð, sem gerir kröfu til að kallast vísindaleg, að bera fram slíkar röksemdir. Er það að vísu rétt, að ekki hafa hin guðfræðilegu vísindi sinnt þessu máli mikið, þar er þeirra sök, en ekki málstaðarins, og ekki eru það frekar vísindi, að ganga fram hjá staðreyndum, eða blátt áfram neita þeim, eins og guðfræðin hefur stundum farið að gagnvart kraftaverkum Jesú og annarra. En ekki er lokið hlutverki kristindómsins við lækningu hinna sjúku, þótt hann sinnti andagáfunum til hjálpar þeim. Allan vísdóm, þekkingu og tækni læknislistarinnar ber að virkja til samstarfs við hina andlegu orku, því fyrr er ekki elskað af öllum mætti og af öllum skilningi, en öll öfl mannssálarinnar eru tekin í þjónustu kærleikans. Þetta hafa þeir trúboðar, sem gerst hafa læknar jöfnum höndum, skilið og framkvæmt að því leyti, og ber þar fremstan núlifandi manna að telja hinn óþreytandi og fórnfúsa þrekmann Albert Schweitzer. 2) Bræðralag Hér að framan hefur verið rætt um það, hvernig hið kristilega siðgæði birtist sem þjónusta, og þá einkum gagnvart þeim, sem eru minni máttar eða veikburða. En með því einu er ekki fullnægt hinu frjálsa siðgæði guðsríkisins, á sviði félagslegra viðskipta mannanna. Góðgerðasemi ein gagnvart þeim sem eru vanhaldnir í mannfélaginu er ekki nægileg til að innleiða guðsríkið, eða að vilji Guðs verði „svo á jörðu sem á himni”. Eftir kenningu Krists eru allir menn jafn-réttháir hluttakar í gæðum lífsins; allir böm hins himneska föður, sem hefur gefíð öllum af gnægtum sínum, og séð ríkulega fyrir þörfum þeirra allra. Eða skyldi hann ekki hafa séð fyrir þörfum barna sinna, er hann hefur gefið af anda sínu, þegar hann skrýðir grös vallarins og fæðir fugla himinsins? Ef einhverjir meðal þeirra líða skort, þá er það mannanna sök, Guð hefur séð ríkulega fyrir öllum þörfum barna sinna hér á jörð. „Aldrei hefur nokkur trú, ekki einu sinni Búddhatrúin, komið með eins þróttmikinn alþýðuboðskap eins og fagnaðarerindið, né samlagast honum jafnvel. Og hvers vegna? Af því að þau em tekin í alvöm, orðin: „Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig”. Af því ennfremur, að Jesús varpaði með þeim orðum ljósi yfir allar hliðar lífsins, inn í heima hungurs, fátæktar og eymdar. Og loks af því, að hann gjörði þau að trúarreglu, jafnvel að meginreglu trúarinnar” (Harnack: Krd. bls. 78). Bræðralagshugsjónin er gmndvallandi í kenningu Krists, og ekki þann veg, að litið sé niður á suma menn og þeim skammtað af góðsemi, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.