Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 166
Bjöm Magnússon
sjálfkrafa leiðir hana af sér. Samfélag lærisveina Krists er fyrst og fremst
andlegt samfélag, byggt á sameiginlegum, andlegum þroska. Það standa í
fullu gildi orðin um að leita fyrst ríkis Guðs og réttlætis þess, og enda
þótt bent hafi verið á, að sú leit hafi í för með sér afskipti af hinum
veraldlegu stofnunum viðskipta og framleiðslu, þá hlýtur sú viðleitni að
vera knúin fram af leitinni að guðsríkinu, vitandi eða óvitandi, ef hún á
að hafa varanleg áhrif. Það er hugarstefnubreytingin í hverjum
einstaklingi, sem er grundvöllur allra sannra framfara, hið nýja gildismat,
sem metur með tilliti til framkvæmdar guðsríkisins og þroskunar
einstaklinganna í samræmi við vilja Guðs.
Þannig er grundvöllur allra sannra umbóta rétt lagður í hugarfari
einstaklinganna, og hvergi annars staðar. Þetta er hið sérstaka einkenni
kristilegrar siðfræði öðrum fremur, það er hreinleikinn, heilindin,
sannleiksþörfin; kærleikur, sem er ekki eftirlíktur eða þvingaður fram,
heldur hið eiginlega eðli manns. Þess vegna hefur starf kirkjunnar,
þeirrar stofnunar, sem sérstaklega hefur það hlutverk, að vinna að
framkvæmd og útbreiðslu kristindómsins, fyrst og fremst verið fólgið í
því, að hafa áhrif á hugi manna. Með boðun orðsins hefur hún reynt að
breyta hugarfari fólksins og viljastefnu, með helgisiðum og sakramentum
hefur hún reynt að koma mönnum í það andlega samfélag við Guð og
hverjum við annan, sem gefur mönnum reynslu þess andlega veruleika,
sem gildi allra hluta á að mælast við. Það hefur sem kunnugt er tekist
misjafnlega, og verður nokkuð vikið að því í næsta kafla, hverjar muni
vera orsakir þess og hvernig megi úr því bæta. Hér liggur fyrir að líta á
kirkjuna sem framkvæmd bræðralags guðsríkisins, en það hlutverk er
henni ætlað öðrum félagsskap fremur.
Aður hefur verið minnst á skoðun rómsversku kirkjunnar á því, að hún
væri hið sanna guðsríki, sem væri orðið að veruleika í guðveldisríki
páfans. Jafnframt þeirri skoðun má að vísu finna aðra raunsærri, þar sem
litið er svo á, að hin rómverska kirkja sé að vísu hin eina birting
guðsríkis á jörðu, og utan hennar sé ekkert hjálpræði, en kjarni hennar sé
hin ósýnilega kirkja, samfélag heilagra, þeirra, sem eru trúir þegnar
hennar, þar sem hin sýnilega kirkja innihaldi einnig dauða meðlimi. Þessi
skoðun er líkari skoðun mótmælendakirknanna, enda þótt þær haldi því
ekki fram, að þær séu einar um hjálpræðið. Þannig má segja, að hin
almenna skoðun sé sú, að hin almenna kristna kirkja sé samfélag, þar sem
réttlæti guðsríkisins á að ríkja, en fyrir mannlegan ófullkomleik er hún
enn langt frá því, að hafa náð því takmarki, og í hinni sýnilegu kirkju er
því mikið af óguðlegum öflum, og (a.m.k. samkv. skilningi mótmælenda)
enginn, sem hafi náð fullkomnun sinni, og hafi uppfyllt á sjálfum sér
siðgæðishugsjón Krists. Einnig í hinum félagslegu sökum er kirkjan,
samkvæmt skilningi mótmælenda, ófullkomin stofnun, sem hefur á sér öll
þau merki mannlegs ófullkomleika sem önnur samtök mannanna hafa.
Hin ósýnilega kirkja, eða samfélag heilagra, er í byrjun til á meðal vor
á jörðu hér, í þeim mönnum, sem lengst hafa komist í því að lifa í samlífi
við Guð og láta það líf verka á daglega breytni sína, en sem fullkominn
164