Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 167

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 167
Sérkenni kristindómsins veruleiki getum vér ekki vænst að það birtist á jörðu, a.m.k. ekki meðan synd og þjáning er þar til, og fyrir sjónum vorum er ekki sýnileg leið til algerrar útrýmingar þess, enda virðist a.m.k. þjáningin hafa verulegt hlutverk að vinna í þroskun mannanna, sem vér getum ekki auðveldlega hugsað oss tæmt. Vér horfum því fram til fullkomnunar ríkisins í öðru lífi, þar sem vér treystum því, að vilji Guðs fái að ríkja óskorað, og birtast í því samfélagi heilagra, þar sem hver einstaklingur hefur helgað sig allan framkvæmd kærleiksvilja Guðs, og allir lifa í fullkominni ein- ingu og bræðralagi, fullkomnun, slíkri sem himneska föðurins, þar sem hann er allt í öllu og kærleikur hans sameinar alla. Það takmark er svo fjarri og svo óralangt fyrir ofan það, sem vér getum hugsað oss, að vér eigum engin orð til að lýsa því. En vér höfum þó ákveðna, sögulega staðreynd að halda oss við, sem sýnir oss hvert stefna ber, til að ná því marki, þar sem er hin einstæða staðreynd veraldarsögunnar, Jesús Kristur. „Mynd Krists er eini grundvöllur allrar siðmenningar, og sið- menning þjóða vorra fer eftir því, hvað sterkum tökum sú mynd nær á hugum manna, hún vex og minnkar að sama skapi” (Harnack: Krd. bls. 95). Hann er upphaf og endir þessarar rannsóknar á sérkennum kristin- dómsins, hann er upphaf og endir allrar siðlegrar viðleitni vorrar. Frá honum höfum vér hvötina til guðssamfélagsins og þeirrar siðgóðu breytni, sem af því sprettur, frá honum höfum vér hugsjónina, sem oss ber að keppa að. Og í persónu hans sjálfs, í þeirri staðreynd, að hann lifði á jörðunni, slíkur sem hann var, höfum vér tryggingu þess, að sú hugsjón, sem hann setti oss að keppa að, er ekki vonlausar skýjaborgir, ofar allri mannlegri getu. Hann kom sem einn af oss, en þó svo óendanlega miklu hærri, sem bróðir vor og meistari, þrunginn guðlegum kærleika, fylltur allri Guðs fyllingu. Hlutverk vort á jörðu hér er að keppa að marki hans, vaxtartakmarki Kristsfyllingarinnar. Þar höfum vér áþreifanlegt keppi- mark, harla nálægt og þó hið göfgasta, sem oss er auðið að grípa á þessu stigi þróunar vorrar. Og þetta takmark á einnig að vera trygging þess, að vér séum fyllilega raunsæir í framsækni vorri, að vér snúum oss að verkefnum hvers tíma, en gleymum ekki því, sem næst er, fyrir umhugsuninni um hið himneska. í lífi sínu og kenningu flutti Jesús oss nýja þekkingu, og gerði hina eldri þekkingu hagnýtari og heilli, og gerði oss kleift að skipa allri síðari þekkingu í samfellda heild, þar sem tengiliðurinn er hinn himneski faðir. Hann kenndi oss að lifa í nánu samfélagi við þennan sama föður vom, fá frá honum styrk og gefa honum frjálsan aðgang að hugum vomm, til að umskapa þá til líkingar sinnar. Og hann kenndi oss að láta þann guðlega kraft verka í samlífi voru og í sálu hvers einstaklings, og leiða þannig í ljós hið besta f sjálfum oss og guðlegan tilgang lífsins. Allt þetta þrennt er ein heild í kristindómnum. Þar verður ekki guðsþekkingin greind frá lífsskoðuninni, né lífsskoðunin frá samlífinu við Guð, og hvort tveggja hlýtur að birtast í starfandi lífi. Sé lögð einhliða áhersla á eitthvert þessara atriða missir kristindómurinn jafnvægi sitt, og víkur af þeim vegi, sem höfundur hans markaði honum. 165
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.