Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 167
Sérkenni kristindómsins
veruleiki getum vér ekki vænst að það birtist á jörðu, a.m.k. ekki meðan
synd og þjáning er þar til, og fyrir sjónum vorum er ekki sýnileg leið til
algerrar útrýmingar þess, enda virðist a.m.k. þjáningin hafa verulegt
hlutverk að vinna í þroskun mannanna, sem vér getum ekki auðveldlega
hugsað oss tæmt. Vér horfum því fram til fullkomnunar ríkisins í öðru
lífi, þar sem vér treystum því, að vilji Guðs fái að ríkja óskorað, og
birtast í því samfélagi heilagra, þar sem hver einstaklingur hefur helgað
sig allan framkvæmd kærleiksvilja Guðs, og allir lifa í fullkominni ein-
ingu og bræðralagi, fullkomnun, slíkri sem himneska föðurins, þar sem
hann er allt í öllu og kærleikur hans sameinar alla. Það takmark er svo
fjarri og svo óralangt fyrir ofan það, sem vér getum hugsað oss, að vér
eigum engin orð til að lýsa því. En vér höfum þó ákveðna, sögulega
staðreynd að halda oss við, sem sýnir oss hvert stefna ber, til að ná því
marki, þar sem er hin einstæða staðreynd veraldarsögunnar, Jesús
Kristur. „Mynd Krists er eini grundvöllur allrar siðmenningar, og sið-
menning þjóða vorra fer eftir því, hvað sterkum tökum sú mynd nær á
hugum manna, hún vex og minnkar að sama skapi” (Harnack: Krd. bls.
95). Hann er upphaf og endir þessarar rannsóknar á sérkennum kristin-
dómsins, hann er upphaf og endir allrar siðlegrar viðleitni vorrar. Frá
honum höfum vér hvötina til guðssamfélagsins og þeirrar siðgóðu
breytni, sem af því sprettur, frá honum höfum vér hugsjónina, sem oss
ber að keppa að. Og í persónu hans sjálfs, í þeirri staðreynd, að hann lifði
á jörðunni, slíkur sem hann var, höfum vér tryggingu þess, að sú hugsjón,
sem hann setti oss að keppa að, er ekki vonlausar skýjaborgir, ofar allri
mannlegri getu. Hann kom sem einn af oss, en þó svo óendanlega miklu
hærri, sem bróðir vor og meistari, þrunginn guðlegum kærleika, fylltur
allri Guðs fyllingu. Hlutverk vort á jörðu hér er að keppa að marki hans,
vaxtartakmarki Kristsfyllingarinnar. Þar höfum vér áþreifanlegt keppi-
mark, harla nálægt og þó hið göfgasta, sem oss er auðið að grípa á þessu
stigi þróunar vorrar. Og þetta takmark á einnig að vera trygging þess, að
vér séum fyllilega raunsæir í framsækni vorri, að vér snúum oss að
verkefnum hvers tíma, en gleymum ekki því, sem næst er, fyrir
umhugsuninni um hið himneska.
í lífi sínu og kenningu flutti Jesús oss nýja þekkingu, og gerði hina
eldri þekkingu hagnýtari og heilli, og gerði oss kleift að skipa allri síðari
þekkingu í samfellda heild, þar sem tengiliðurinn er hinn himneski faðir.
Hann kenndi oss að lifa í nánu samfélagi við þennan sama föður vom, fá
frá honum styrk og gefa honum frjálsan aðgang að hugum vomm, til að
umskapa þá til líkingar sinnar. Og hann kenndi oss að láta þann guðlega
kraft verka í samlífi voru og í sálu hvers einstaklings, og leiða þannig í
ljós hið besta f sjálfum oss og guðlegan tilgang lífsins. Allt þetta þrennt er
ein heild í kristindómnum. Þar verður ekki guðsþekkingin greind frá
lífsskoðuninni, né lífsskoðunin frá samlífinu við Guð, og hvort tveggja
hlýtur að birtast í starfandi lífi. Sé lögð einhliða áhersla á eitthvert
þessara atriða missir kristindómurinn jafnvægi sitt, og víkur af þeim
vegi, sem höfundur hans markaði honum.
165