Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 170

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 170
Bjöm Magnússon En af því, sem sagt hefur verið um Jesú, sem hina einstæðu staðreynd kristindómsins, má það ennfremur vera ljóst, að við boðun þessara þriggja meginþátta hlýtur jafnan að vera byggt á honum, sem frumheimild og fyrirmynd. Annars er ekki um kristindómsboðun að ræða. Og hitt er jafnaugljóst, að sú boðun, sem byggir á boðskap hans, hlýtur að gera þessum þrem þáttum jafnt undir höfði, ef hún vill vera honum trú. Því þeir runnu saman í eina lífræna heild í lífi hans og kenningu. Ég mun nú ræða kristindómsboðunina meðal kristinna þjóða frá þessum þrem sjónarmiðum, fyrst sem boðun orðsins, og verður þar einkum átt við þekkingarhliðina; þá sem boðun trúarinnar, í þrengri merkingu þess orðs; guðssamfélagsins; og loks boðun guðsríkisins, sem hinnar siðferðilegu fullkomunar mannanna. En þó hljóta þessi sjónarmið alltaf að renna hvert inn í annað, því að þau eru í rauninni aðeins mismunandi hliðar á sömu heildinni, sem vér lítum á hverja fyrir sig, til þess að hljóta síðan betra yfirlit yfir hana. 1) Boðun orðsins a) Prédikun 1. Prédikun er ræða prestsins, sem starfandi þjóns kirkjunnar, frammi fyrir söfnuði, sem deildar í allsherjar félagsskap kirkjunnar, um fagnaðarboðskap Jesú Krists. „Hún á að prédika ákveðnum söfnuði fagnaðarerindið á þann hátt, sem hið ákveðna augnablik krefst” (Schian, Predigtlehre, bls. 24). Hún er því ekki fjarrænt tal um yfirskilvitlega hluti, heldur á hún að gera tilkall til áheyrendanna, leiða fagnaðarboðskap Krists inn í hið daglega líf þeirra. Hvenær, sem prédikarar hafa fallið frá þessari kröfu, hefur boðskapur þeirra farið fram hjá söfnuðum þeirra, án þess að festa þar djúpar rætur. Mestu ræðusnillingar hafa jafnan haldið sig nærri lífinu, og flutt fagnaðarboðskapinn á máli þess. Hið sígilda dæmi þess er Jesús sjálfur. 2. Til hvers á að prédika? Rætt hefur verið um fimmföld not prédikunarinnar: að kenna hina réttu kenningu, mótmæla villukenningum, hvetja, áminna og hugga. Allt þetta hefur rétt á sér, en ekki er þar með sagt, að allt þurfi það að vera fólgið í einni og sömu prédikuninni. Hinar þurru prédikanir rétttrúnaðartímabilsins lútherska sýna það, að ekki má sníða prédikuninni allt of þröngan stakk, heldur verður tilefni hvers tíma að ráða, hvað er höfuð-tilgangur hverrar prédikunar. Ein getur verið fræðandi, önnur huggandi eða áminnandi o.s.frv, eftir því, sem þörf hvers augnabliks krefur. Eingöngu ber að forðast dauða endurtekningu og hjakk í sama farið, vera lifandi með í þörfum safnaðarins, og láta þær kveikja þörfina í brjósti prédikarnas. „Prédikarinn á að tala, af því að hann hefur eitthvað að segja söfnuðinum” (Schian: Predigtlehre, bls. 30). Þörf safnaðarins á að kenna prédikaranum að flytja fagnaðarerindið á þann hátt í hvert sinn, að hann uppfylli þörfina og söfnuðurinn megi 168
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.