Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 173

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 173
Sérkenni kristindómsins að sér að ala börnin upp í kristnum dómi, en foreldrarnir skuldbinda sig til að stuðla að því uppeldi, og annast það fyrir kirkjunnar hönd fyrst í stað. Heimilin eru fyrsti skólinn í kristindómnum, og áríðandi, að sú undirstaða sé vel lögð. Sú kennsla, sem þar fer fram, er ekki nema að minnstu leyti boðun orðsins, því enda þótt víðast muni vera um munnlega fræðslu um kristileg þekkingaratriði að ræða, þá er hún aðeins í frumdráttum, og minna virði en sú boðun trúarinnar, sem kristnir foreldrar láta börnum sínum í té með því að venja þau við iðkun bænarinnar, og þau undirstöðuatriði siðgæðisins, sem barnið á að búa að alla æfi síðan, og er erfiðara að bæta um, ef illa tekst í fyrstu. Með þeirri stefnu, sem nú breiðist út, að láta börnin hefja skólagöngu þegar á fyrsta námþroskaaldri, er hin fræðilega kennsla að mestu tekin út úr verkahring heimilisins og flutt til skólans, mun það í höndum góðra kennara síst vera afturför, sérstaklega þar sem heimili eiga erfitt með að sinna fræðslu barna, eins og víða gerist í þorpum og bæjum. Heimilin hafa eftir sem áður hin önnur svið hins trúarlega og siðferðilega uppeldis að rækja, og veltur mikið á, að það takist vel, og að góð samvinna sé milli kirkjunnar, heimilanna og skólanna um þessa hluti. Skólarnir hafa nú fengið það hlutverk að kenna hina fræðilegu hlið kristindómsins í flestum eða öllum þeim löndum, þar sem þjóðkirkja er. Hér á landi er sú kennsla nú samkvæmt lögum fólgin í að kenna börnunum valda kafla úr biblíunni, aðallega úr Nýja testamentinu. Vitanlega eru kennarar misjafnlega vaxnir því starfi, og hefur reynslan sýnt, að sumir þeir, sem við þá kennslu fást, eru henni frábitnir, enda ekki valdir til starfsins með neinu sérstöku tilliti til kristindómskennslú. Verður að krefjast þess, að þeir, sem við slíka kennslu fást, séu fúsir og frá kristilegu sjónarmiði vel færir til þess starfs, og sé sú kennsla falin öðrum hæfum mönnum, ef hinir eiginlegu barnakennarar eru ekki því starfi vaxnir. Séu kennarar hæfir, má telja, að séð sé sæmilega fyrir þekkingaratriðum barna í kristnum dómi, með þeirri námstilhögun, sem nú gildir fyrir íslenska skóla. Það er hlutverk kirkjunnar, og þjóna hennar, prestanna, að byggja ofan á þann grunn, sem lagður er í barnshugina af heimilum og skólum. Veltur þá á því, að þeir hafi góðan grunn að byggja á, í uppeldi heimilanna í trúarlífi og siðgæði og í fræðslu skólanna um þekkingaratriði trúarinnar. Þá er það verk prestsins, að samræma þetta allt, og vekja skilning barnanna á þeim sannindum kristindómsins, sem felast í frásögum Nýja testamentisins. Ber þá ekki aðeins að leiða út úr þeim það þekkingarinnihald, sem í þeim er fólgið um Guð, heiminn, manninn og samband Guðs og manns, heldur ekki síður að glæða og efla trúarlíf barnanna, bæði með því að sýna þeim fram á samband trúarinnihaldsins og trúarþelsins, hvernig þekkingin á hinum algóða föður á að leiða til innilegs samfélags við hann í bæninni, og að dýpsta eðli trúarinnar er fólgið í hinu sama nána samlífi, heldur einnig að styrkja börnin, með bænariðkun og samlífi við þau, í hinu kristilega trúarlífi. En einnig ber að glæða og styrkja siðgæðisvitund barnsins, 171
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.