Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 177

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 177
Sérkenni kristindómsins heldur frá öllum öfgum. Og því ber ekki að neita, að miklu hafa sumir leikprédikarar komið til leiðar til eflingar kristindómnum, jafnvel þótt hjá ýmsum hafi skort jafnvægi alhliða kristindóms. Ber að meta starf þeirra að verðleikum, og þegar þeir menn vekjast upp með kristninni, sem eru fæddir prédikarar af Guðs náð, þá á það sannarlega ekki að standa á milli þeirra og kirkjunnar í samstarfinu, þótt þeir hafi ekki hlotið guðfræðilega menntun né vígslu, heldur er kirkjunni skylt að styðja þá og styrkja í starfi þeirra. Einungis ber að gjalda varhuga við því, að ekki fái yfirhöndina einhliða öfgastefna, sem alltaf hlýtur að spilla meir en bæta. 2) Boðun trúarinnar Er ég ræði hér um boðun trúarinnar, nota ég orðið trú í þrengri merkingu þess orðs, sem lífið frá Guði. Að því leyti, sem þekkingin er undirstaða trúarinnar, og sú þekking verður veitt með orðum, fer boðun trúarinnar vitanlega saman við boðun orðsins, og er sá þáttur ekki veigalítill. Hefur hann verið rakinn í síðustu grein. En ekki óverulegri er sá þáttur í boðun trúarinnar, sem ekki er fólginn í þekkingarinnihaldi, heldur á lífi. Sá þáttur verður ekki kenndur nema með beinni reynslu, að hjálpa mönnum til að lifa trúna. Það er hið „irrationala” í trúnni, sem ekki verður kennt, heldur aðeins veitt. í dýpsta eðli sínu er móttaka þess leyndardómur, leyndardómur verkunar guðsandans í manninum, og hefur verið vikið að því fyrr. Það sem hægt er að gera til að stuðla að því, að sú móttaka fari fram, er að koma mönnum í snertingu við þetta líf, gera þá þátttakandi í því. En á því er sá örðugleiki, að þetta samlíf í samfélagi við Guð má ekki hafa neinn annan tilgang, en að sameinast Guði. Það má ekki vera til að sýnast fyrir öðrum. Það verður að spretta upp af hinni hreinu þörf hjartans til að nálgast hinn æðsta höfúnd sinn, til að opna sig fyrir mætti hans. Lausn örðugleikans hlýtur að vera fólgin í því, að leita sameiginlega þessa samfélags, samfélagið við Guð nær hámarki sínu í samfélaginu við bræðurna um það hnoss. Þráin að gera aðra hluttakandi í sínu æðsta hnossi er hin hreina hvöt þessa trúboðs. Þar er enginn þvingaður. En það er öllum opið. Og kærleikurinn hefur aðdráttarafl. Fyrir það aðdráttarafl laðast menn til að verða þátttakendur í samlífinu við uppsprettu lífs síns. Kirkjan hefur sérstaka athöfn, þar sem mönnum gefst kostur á að iðka þetta samlíf sameiginlega. Það er í guðsþjónustu safnaðarins, sérstaklega þeim þáttum hennar, þar sem söfnuðurinn snýr sér til Guðs, sjálfur eða fyrir munn prestsins. En auk þess getur verið um frjálsa iðkun trúarsamlífisns að ræða. Verður vikið að hvoru fyrir sig. a) Guðsþjónustugerðir Nú verður aðeins rætt um þann þátt í guðsþjónustunni, sem snertir boðun trúarlífsins, en að boðun orðsins hefur áður verið vikið. Sá þáttur er 175
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.