Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 8
6
MÚLAÞING
Sendibréf frá Þorvarði Kjerúlf til Sigurðar Vigfússonar
Um þær mundir sem við vorum með þetta hefti í prófarkalestri barst Páli Pálssyni á
Aðalbóli eftirfarandi bréf frá árinu 1883 ásamt uppdrætti eftir Þorvarð af vorþingsstaðnum
að Krakalæk. Sveinbjörn Rafnsson sagnfræðingur sendi Páli þessi gögn. Okkur þykir við
eiga að birta bréf þetta og uppdrátt með þessum myndum.
Bréfið er í Landsbókasafni, merkt Lbs. 131, 4to.
Ormarsstöðum 26. nóv. 1883.
Góði vin,
Nokkru fyrir veturnætumar var ég á heimleið utan af Héraði; lá leiðin hjá
Þinghöfða við krakalæk; nótt var komin, en tungl-skin bjart og blíða veður;
hægur andvari bar báruhljóðið á móti mjer innan Löginn; fannst mjer það
nærri því ætla að svæfa mig á hestinum, svo var það blítt og hljótt. Datt mjer
þá í hug að standa við undir höfðanum, skoða búðatóptirnar og ef vera mætti
sjá svip annars hvors Helganna eða beggja eða enn annarra höfðingja frá
þeirri tíð. Dauðra manna svipi auðnaðist mjer að vísu eigi að líta, heyjandi
dóm við tungls-birtuna en því meira hugsaði ég um fomar tíðir og aldarhátt,
sverð og skildi og önnur sóknar- og vamarvopn. Sýndist mjer fyrst, er bám-bog-
amir brotnuðu blikandi í fjörunni við Löginn, sem skjaldar-rönd skjóta upp
úr djúpinu og blika við tunglinu í heiði, og loks fór svo að allur Lögurinn var
skaraður skjöldum í huga mjer, og ölduhljóðið, svo lágt sem það þó var,
breyttist í hergný og mannamál, er þuldi mjer sögur löngu liðinna tíða. Sat
ég þarna í dómhringnum framan undir höfðanum langa stund alsæll við mína
eigin drauma. Loks rak hesturinn mig á fætur, hann var á heimleið; hefir
honum líklega eigi getizt eins vel að töðugresinu í tóptunum, sem mjer að
draumunum.
Þinghöfði liggur út frá Krakalæk í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði fram við
Lagarfljót, nokkm utar en mitt á milli bæjanna Vífilsstaða að innan og Straums
að utan. Þar munu vorþing efalaust hafa verið háð á dögum Helga Asbjam-
arsonar, seint á lOdu öld og líklega á lltu öld; síðar hefir þingstaðrinn verið
fluttur að Þingmúla í Skriðdal, en fyrst eptir að alþingi var sett, eða ef til vill
áðr hefir aðalþingið verið háð undir Kiðjafelli í Fljótsdal; þar sjást nú engar
tóptir, enda er þar blásið land. - Þinghöfðinn er hjerumbil 100 faðmar á lengd
og 12 á breidd utan til, en smámjókkar inn eptir unz eigi verðr annað eptir
en lítill jaðar emær ofan fyrir dómhringinn. Á hæð er hann um 12 álnir og
meira Fljóts-megin; höfðinn er sljettur ofan og blásinn að mestu; er grjótmelr
undir, en hvergi klettur; ein kolagröf er uppi á honum en engin tópt eða
hringur (dómhringur). Skógar hafa verið hjer miklir til forna, en mörk með
öllum Leginum, enda eru hjer kolagrafar nærri því jafnmargar þúfunum, en