Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 32
30
MÚLAÞING
sér sannarlega vel fyrir mig. Ég átti að fara með hestinn alla leið austur
í Hornafjörð og biðja Sigurð fyrir hann til baka. Svo átti hann að koma
honum með öruggri ferð út yfir sand aftur. Eigandi hestsins sagðist
ekki treysta honum einum yfir vötnin. Hann væri óvanur. Mikið fannst
mér minn hagur hafa batnað. Ég vona að hann Guðlaugur á Blómstur-
völlum hafi grætt vel á yrðlingunum, sem ég sá í girðingu hj á honum.
Stefán sá til með mér yfir Djúpá, sem er þarna á milli bæjanna, en
ekki var hann hrifinn af þeirri hugmynd að ég færi ein yfir Skeiðarár-
sand. Hannes fylgdi mér yfir Núpsvötn og þó nokkuð lengra. „Ég veit
þér er óhætt,“ sagði hann, „en maður þarf þá ekki að líta niður á sig
fyrir að láta þig fara eina alla leiðina.“ Nokkru síðar kvaddi Hannes
og hvarf til baka. Síðan rorruðum við Rauður austur allan sand þangað
til við mættum Oddi frá Skaftafelli. Hannes hafði lagt fast að honum
að leggja nógu snemma af stað.
Oddur sagði að Skeiðará væri í foráttuvexti og hann sagði sér hefði
dottið í hug að leggja ekki í hana, heldur fara jökul, en það væri
margra tíma ferð. „Og hvað hefðirðu þá gert?“ spurði Oddur. Auðvitað
hefði ég ekkert gert.
Oddur var kominn og þá var allt í lagi. Við létum klárana brokka
í austurátt og innan stundar komum við að á. „Og þetta er þá Skeiðará.
Það er þá líka spræna,“ hugsaði ég með mér. Ekki varð okkur áin sú
til trafala og áfram var haldið og brátt komum við að annarri á allmiklu
stærri. Það hlaut að vera, að Skeiðará væri eftir. Vel gekk okkur yfir
um og enn er riðið áfram svartan sandinn. Þá birtist mér skyndilega
það mesta vatnsfall, sem ég hafði augum litið. Þvílíkur flaumur. Ég
var þá ekki komin yfir Skeiðará. En hvergi var hikað. Ég setti allt mitt
traust á Odd og Blómsturvalla-Rauð og það var óhætt. Brotin voru
þrædd ýmist á ská upp í strauminn eða ögn niður á við. Áfram mjök-
uðumst við þessar fjórar hræður, tvær mannverur og tveir hestar í
beljandi jökulvatninu. Og yfir komumst við. Mikil voru umskiptin
þegar komið var upp í gilið hjá Skaftafelli, grænt og gróðri vafið með
víðirunnum slútandi fram af gilbörmunum og birki og reynir virtust
klifra upp brekkurnar.
í Skaftafelli biðu okkar kræsingar, og þegar ég hafði notið þeirra og
hvílt mig um stund fór ég í Bæjarstaðaskóg, og þrátt fyrir allan vöxtinn
í Skeiðará var Morsá svo lítil að ekkert þótti athugavert að láta unglings-
stúlku fylgja mér yfir hana. Svo áttum við yndislega stund í skóginum
rétt við jökulræturnar.
Um nóttina var ég í Skaftafelli og daginn eftir komst ég að Fagurhóls-