Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Qupperneq 41
MÚLAÞING
39
vatnsföll. Fjallgarðurinn innaf Trölladyngju er mjög illur yfirferðar og
næstum ófær með töluverðan burð. Hann samanstendur af fleiri fjall-
hryggjum og verða menn að sæta því að hitta upp skörðin yfir þá, sem
hvörgi standast á, og má því fara fram og aftur millum þeirra.
Hraunið norður af Urðarhálsi er með öllu ófært, en hitt suðvestur af
hálsinum að Skjálfandafljóti norður af horninu af jöklinum, má vel fara.
Nokkru fyrir austan jökulhornið er skarð mikið í jökulinn með fjall
tindum í og hárri nípu fyrir ofan og segir Pétur að lítt kunnugir menn,
er að austan koma, megi vara sig við að taka það ei fyrir skarðið milli
Vatnajökuls1 og Arnarfellsjökuls hvar Sprengisandsvegur liggur; en við
því þarf þó ei að vera hætt því Arnarfellsjökull sést, og yfir Skjálfandafljót
á að fara fyrri en að hönum kemur. Ekki kallar Pétur það áræðilegt nema
fyrir glöggvustu menn, að fara þennan veg að sunnan, nema því að eins
þeir þekki fjöllin hér austur frá. Ófær telst og þessi vegur, fyrri en allur
jökulvöxtur er úr vötnum og fyrri en sandarnir eru þurrir orðnir sem eftir
sumargæðum er frá 12tu til 14.2 viku sumars.
Fyrir ferðina vilja þeir Pétur og Jón fá 14 spesíur eður þeirra virði, og
þó það kannské virðist nokkuð mikið get eg ekki álitið þá skaðlausa með
minna, nær litið er til þess að þeir vóru að heimanað viku, höfðu hvörr
2 hesta og misstu gagn af þeim til allra haustferða,-
Framanskrifað er þá allt hvað eg fyrir yðar hávelborinheita tilmæli
hingað til hefi getað komið í verk í þessari sök, um hvörja eg að svo
komnu ei heldur fæ nákvæmari ávísun gefið. „ ,
Ærbódigst.
P. Melsted.
NB. Þess ber enn nú að geta: að þareð kortið er teiknað án mælikvarða
og af manni, sem ei hefur þekkingu á kortteikningu eftir mælikvarða, þá
er þess ei að vænta að vegalengdin millum vatnanna eður annarra örnefna
sé aldeilis rétt á kortinu eður samsvarandi þeirri virkilegu vegalengd. En
afstaða fjalla, vatna og annarra útmerktra staða á kortinu mun í það
heila tekið vera rétt og geta þénað til leiðarvísis.
Að herra kammerráð sýslumaður Páll Melsted hafi borgað mér vegna
Fjallvega félagsins fyrir fyrirhöfn og ferð mína að uppleita veg vestur á
Sprengisand 10 spesíur, skrifa tíu spesíur danskar viðurkennir Hákonar-
stödum þann 23ja júnii 1835.
Petur Petursson.
1 Undirstrikað í handriti.
2 í handritinu er hér stjarna og merki, sem benda til viðaukaklausu, sem annað hvort
hefur glatast eða aldrei verið rituð.