Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 51

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 51
MÚLAÞING 49 þangað aftur aðfaranótt þess 29. Þessi ferð var farin til undirbúnings undir Grænlandsferð Kocks síðar um sumarið. Og þá er komið að ferðinni, sem hiklaust má telja þá djarflegustu á Vatnajökulsleið að frátalinni ferð Árna Oddssonar nærri þremur öldum áður. Sumarið 1912 fór A. F. Kofoed-Hansen skógræktarstjóri aleinn þessa leið frá Brú að Skriðufelli. Þó fylgdi ungur maður honum fyrsta spölinn og vísaði honum til vegar. Kofoed-Hansen var þaulvanur óbyggðaferðum, hafði þrjá góða hesta, nægilegar vistir, svefnpoka úr vatnsþéttu efni og tvö ullarteppi. Hann notaði hafra fyrir hestafóður. Forvitnilegt er að stikla á nokkrum áföngum í ferðarlýsingu hans og reyndar nauðsynlegt til að bera saman við það, sem þjóðsagan segir um ferð Árna Oddssonar. Kofoed-Hansen lagði af stað frá Brú ki. hálfníu að morgni hins 10. ágúst, hvíldi sig og hestana tvo tíma við eyðibýlið á Laugarvöllum en kom í Fagradal eftir þriggja stunda ferð þaðan. Stórir gæsahópar fæld- ust upp á dalnum. Veðrið var gott en kalt hafði verið dagana á undan, svo að snjór lá í hálsum og fjöllum en þó hvergi fyrir innan Laugarvelli. Hann fór norðan við Grágæsavatn og leist ekki vel á að leggja í ána (Kreppu), sem hafði illt orð á sér fyrir sandbleytu. Hann fór þó yfir þar, sem hún féll í tveimur 30 - 40 m breiðum kvíslum, hestarnir fóru á sund en aðeins reiðskjótinn virtist snerta sandbleytuna. Farangurinn blotnaði ekki, svo vel var hann vafinn í vatnshelt efni. Kofoed-Hansen varð votur í beltisstað en skammt var til Hvannalinda. Þangað kom hann eftir 15 tíma ferð frá Brú, áði þar yfir nóttina en náði ekki að sofna. Hlýtt var og föt hans þornuðu skjótt. Hann lagði af stað vestur yfir Kverkfjallarana kl. sjö um morguninn og tveimur tímum síðar fór hann yfir Jökulsá á Fjöllum. Hann virðist hafa hitt á allgreiða leið yfir Holuhraun. Á foksandssvæðinu var dimmt sandkóf, sem hann fór þvert í gegn um á hálfrar stundar þeysireið. Hann kom upp á hálendið við Kistufell klukkan tíu um kvöldið og þar voru snjóflekkir. Þarna svaf hann þrjár stundir og hélt áfram kl. 4 um morguninn. Eftir tvo tíma var hann á hæsta svæði Dyngjuhálsins og hélt enn áfram til suðvesturs með jökulinn á vinstri hönd. Frá vesturbrún hálsins hallar allmikið niður að Gæsavötnum og þarna var nokkur snjór. Eins var að líta inn í Vonarskarð. Hann mun hafa hitt á gott vað yfir Skjálfandafljót, líklega á svipuðum slóðum og ekið er yfir það nú. Hann hélt til vesturs fyrir norðan Tungnafellsjökul og meðfram honum uns hann fann haga- blett, þar sem hann hvíldi hestana í tvo tíma. Hafði áður hvílt þá tvo tíma skammt fyrir vestan fljótið og gefið þeim hafra. Hann kom kí. 8 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.