Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 51
MÚLAÞING
49
þangað aftur aðfaranótt þess 29. Þessi ferð var farin til undirbúnings
undir Grænlandsferð Kocks síðar um sumarið.
Og þá er komið að ferðinni, sem hiklaust má telja þá djarflegustu
á Vatnajökulsleið að frátalinni ferð Árna Oddssonar nærri þremur
öldum áður. Sumarið 1912 fór A. F. Kofoed-Hansen skógræktarstjóri
aleinn þessa leið frá Brú að Skriðufelli. Þó fylgdi ungur maður honum
fyrsta spölinn og vísaði honum til vegar. Kofoed-Hansen var þaulvanur
óbyggðaferðum, hafði þrjá góða hesta, nægilegar vistir, svefnpoka úr
vatnsþéttu efni og tvö ullarteppi. Hann notaði hafra fyrir hestafóður.
Forvitnilegt er að stikla á nokkrum áföngum í ferðarlýsingu hans og
reyndar nauðsynlegt til að bera saman við það, sem þjóðsagan segir
um ferð Árna Oddssonar.
Kofoed-Hansen lagði af stað frá Brú ki. hálfníu að morgni hins 10.
ágúst, hvíldi sig og hestana tvo tíma við eyðibýlið á Laugarvöllum en
kom í Fagradal eftir þriggja stunda ferð þaðan. Stórir gæsahópar fæld-
ust upp á dalnum. Veðrið var gott en kalt hafði verið dagana á undan,
svo að snjór lá í hálsum og fjöllum en þó hvergi fyrir innan Laugarvelli.
Hann fór norðan við Grágæsavatn og leist ekki vel á að leggja í ána
(Kreppu), sem hafði illt orð á sér fyrir sandbleytu. Hann fór þó yfir
þar, sem hún féll í tveimur 30 - 40 m breiðum kvíslum, hestarnir fóru
á sund en aðeins reiðskjótinn virtist snerta sandbleytuna. Farangurinn
blotnaði ekki, svo vel var hann vafinn í vatnshelt efni. Kofoed-Hansen
varð votur í beltisstað en skammt var til Hvannalinda. Þangað kom
hann eftir 15 tíma ferð frá Brú, áði þar yfir nóttina en náði ekki að
sofna. Hlýtt var og föt hans þornuðu skjótt. Hann lagði af stað vestur
yfir Kverkfjallarana kl. sjö um morguninn og tveimur tímum síðar fór
hann yfir Jökulsá á Fjöllum. Hann virðist hafa hitt á allgreiða leið yfir
Holuhraun. Á foksandssvæðinu var dimmt sandkóf, sem hann fór þvert
í gegn um á hálfrar stundar þeysireið. Hann kom upp á hálendið við
Kistufell klukkan tíu um kvöldið og þar voru snjóflekkir. Þarna svaf
hann þrjár stundir og hélt áfram kl. 4 um morguninn. Eftir tvo tíma
var hann á hæsta svæði Dyngjuhálsins og hélt enn áfram til suðvesturs
með jökulinn á vinstri hönd. Frá vesturbrún hálsins hallar allmikið
niður að Gæsavötnum og þarna var nokkur snjór. Eins var að líta inn
í Vonarskarð. Hann mun hafa hitt á gott vað yfir Skjálfandafljót,
líklega á svipuðum slóðum og ekið er yfir það nú. Hann hélt til vesturs
fyrir norðan Tungnafellsjökul og meðfram honum uns hann fann haga-
blett, þar sem hann hvíldi hestana í tvo tíma. Hafði áður hvílt þá tvo
tíma skammt fyrir vestan fljótið og gefið þeim hafra. Hann kom kí. 8
4