Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 56

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 56
54 MÚLAÞING snjóhestar þóttu gersemi. Margir ef ekki flestir hestar brjótast um og böðiast áfram án þess að gera nothæfa slóð. Góðir snjóhestar læðast áfram og brjótast aldrei um, jafnvel þótt ófærðin sé á miðjar síður. Án slíkra hesta hefði oft verið ógerlegt að komast yfir heiðina. Eitt sinn fóru nokkrir bændur af Völlum niður Þórdalsheiði. Þetta var seinnipart vetrar, autt í byggð en broti á heiðinni og sár skel á snjó. Þeir komust með sæmilegu móti ofan fyrir Yxnagil, en lengra vildu hestarnir ekki ganga. Eftir miklar sviptingar og mörg óþvegin orð urðu þeir að draga hestana á bakinu niður fyrir Drang. Eitt sinn eftir langvarandi byl komu Fljótsdælingar að norðan og ætluðu í kaupstað. Þeir skiptu sér á bæina eins og vant var til gistingar og lögðu svo til heiðarinnar daginn eftir. En það er skemmst frá því að segja, að þeir lögðu til heiðarinnar þrjá daga í röð, en urðu ætíð frá að hverfa og fóru síðan heim. Nú hefur mjög fækkað ferðum yfir Þórdalsheiði. Þó hygg ég að ýmsir gætu sagt frá erfiðum ferðum yfir hana, sérstaklega eldri menn. Ætla ég því að segja frá einni, sem mér var sögð af eldri manni. Það var upp úr 1930 að ég fór eins og oft áður og síðar í kaupstað fyrir jól. Alltaf vantaði eitthvað til jólanna, sérstaklega til að gleðja börnin. Ég var á skíðum og því fljótur ofanyfir, en ég var ekki fyrr kominn á Reyðarfjörð en ég hitti Emil á Stuðlum. Hann bað mig blessaðan að taka 6 grísi, sem ættu að fara upp á Hérað. Hann lofaði góðum fylgdarmanni og hesti. Ég var tregur til, bjóst við að hafa um 50 pund sjálfur að bera, og kassi með 6 grísum gat aldrei verið minna en 300 - 350 punda æki. Ég lét þó til leiðast og var ákveðið að ég gisti á Stuðlum um nóttina, svo hægt væri að leggja snemma af stað. Ég lauk svo erindum mínum á Reyðarfirði og hélt inn að Stuðlum ásamt fylgdarmanni þeim er Emil útvegaði, en það var Bóas Valdórsson, harðsnúinn dugnaðarstrákur. Þegar að Stuðlum kom var reynt að búa allt sem best undir morgundaginn. Það var tekinn fram stærðarkassi, hann fóðraður innan og festur á skíðin mín. Eins voru þykk strigabrygði höfð við höndina svo hægt væri að breiða vel yfir kassann, því mjög frosthart var, um 16 stig í byggð. Við vöknuðum í býtið morguninn eftir, borðuðum í flýti og fengum bita í vasann. Hestur var spenntur fyrir ækið og lagt af stað. Það er sagt að fall sé fararheill frá bæ. Ekki var langt farið þegar önnur skíðatáin rakst í þúfu á túninu og brotnaði. Var nú skíðið lagt á misvíxl og neglt saman. Áfram var haldið inn Áreyjadal, en þegar inn að Drangs- brekkum kom versnaði færið bæði fyrir menn en þó sérstaklega hest.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.