Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Qupperneq 56
54
MÚLAÞING
snjóhestar þóttu gersemi. Margir ef ekki flestir hestar brjótast um og
böðiast áfram án þess að gera nothæfa slóð. Góðir snjóhestar læðast
áfram og brjótast aldrei um, jafnvel þótt ófærðin sé á miðjar síður.
Án slíkra hesta hefði oft verið ógerlegt að komast yfir heiðina.
Eitt sinn fóru nokkrir bændur af Völlum niður Þórdalsheiði. Þetta
var seinnipart vetrar, autt í byggð en broti á heiðinni og sár skel á
snjó. Þeir komust með sæmilegu móti ofan fyrir Yxnagil, en lengra
vildu hestarnir ekki ganga. Eftir miklar sviptingar og mörg óþvegin
orð urðu þeir að draga hestana á bakinu niður fyrir Drang.
Eitt sinn eftir langvarandi byl komu Fljótsdælingar að norðan og
ætluðu í kaupstað. Þeir skiptu sér á bæina eins og vant var til gistingar
og lögðu svo til heiðarinnar daginn eftir. En það er skemmst frá því
að segja, að þeir lögðu til heiðarinnar þrjá daga í röð, en urðu ætíð
frá að hverfa og fóru síðan heim.
Nú hefur mjög fækkað ferðum yfir Þórdalsheiði. Þó hygg ég að ýmsir
gætu sagt frá erfiðum ferðum yfir hana, sérstaklega eldri menn.
Ætla ég því að segja frá einni, sem mér var sögð af eldri manni.
Það var upp úr 1930 að ég fór eins og oft áður og síðar í kaupstað
fyrir jól. Alltaf vantaði eitthvað til jólanna, sérstaklega til að gleðja
börnin. Ég var á skíðum og því fljótur ofanyfir, en ég var ekki fyrr
kominn á Reyðarfjörð en ég hitti Emil á Stuðlum. Hann bað mig
blessaðan að taka 6 grísi, sem ættu að fara upp á Hérað. Hann lofaði
góðum fylgdarmanni og hesti. Ég var tregur til, bjóst við að hafa um
50 pund sjálfur að bera, og kassi með 6 grísum gat aldrei verið minna
en 300 - 350 punda æki. Ég lét þó til leiðast og var ákveðið að ég gisti
á Stuðlum um nóttina, svo hægt væri að leggja snemma af stað. Ég
lauk svo erindum mínum á Reyðarfirði og hélt inn að Stuðlum ásamt
fylgdarmanni þeim er Emil útvegaði, en það var Bóas Valdórsson,
harðsnúinn dugnaðarstrákur. Þegar að Stuðlum kom var reynt að búa
allt sem best undir morgundaginn. Það var tekinn fram stærðarkassi,
hann fóðraður innan og festur á skíðin mín. Eins voru þykk strigabrygði
höfð við höndina svo hægt væri að breiða vel yfir kassann, því mjög
frosthart var, um 16 stig í byggð. Við vöknuðum í býtið morguninn
eftir, borðuðum í flýti og fengum bita í vasann. Hestur var spenntur
fyrir ækið og lagt af stað.
Það er sagt að fall sé fararheill frá bæ. Ekki var langt farið þegar önnur
skíðatáin rakst í þúfu á túninu og brotnaði. Var nú skíðið lagt á misvíxl
og neglt saman. Áfram var haldið inn Áreyjadal, en þegar inn að Drangs-
brekkum kom versnaði færið bæði fyrir menn en þó sérstaklega hest.