Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 80

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 80
78 MÚLAÞING - og skyldi stuðla að lastvöru líferni. Merkust var hún fyrir það að hún beindist mjög að lestrarkennslu barna, trúfræðslu og fyrstu kirkju- bókaskráningu presta, en hún kom hingað í kjölfar sendifarar Ludvigs Harboes prests í Kaupmannahöfn hingað til lands til eftirlits og rann- sókna á menningarástandi Islendinga.1 Refsingarákvæði fylgdu að sjálfsögðu þessari tilskipun og algengust sú að setja brotlega í gapastokk. Hann getur varla talist píningartæki, óþægilegur að sjálfsögðu, en höfuðáherslan lögð á smánina sem honum fylgdi, og því var hann settur upp hér sem erlendis á fjölförnum stöðum, hér við kirkjur og á þingstöðum. I öðrum löndum var hann festur á stólpa á fjölförnum torgum, segir í Kulturhistorisk Leksikon (uppslátt- arorð Kák), en það á við eldri tíma, þ. e. fyrir siðaskipti. Gapastokkur- inn er forn að uppruna. Hrossakjötsát. Það tíðkaðist í heiðni og var leyft í fyrstu eftir kristni- töku. En ekki mun hafa liðið á löngu uns bannað var, og bar bannið slíkan árangur að viðbjóður á hrossakjöti var við lýði fram á 20. öld. „Varð það síðar svo föst þjóðarsannfæring, að það gengi glæpi næst, að leggja sér það til munns, að margir dóu heldur úr hungri en að gera slíka óhæfu, því að hver, sem það gerði, átti að fara vægðarlaust til helvítis. Þó voru einstaka fátæklingar, er hirtu það til matar, og voru þeir almennt í hinni mestu fyrirlitningu, jafnvel fram á síðari hluta 19. aldar, og voru kallaðir hrossakjötsætur.“ Þetta segir séra Jónas Jónas- son í íslenskum þjóðháttum (Rvík 1945, 152) um þetta efni. Sjálfsagt er það rétt að almennri fyrirlitningu á hrossakjötsætum hafi létt fyrir aldamót, en þó lifðu menn sem ekki gátu hrossakjöt látið inn fyrir sínar varir fram yfir miðja 20. öld. Lfm uppruna hins trúarlega forboðs á þessum herramannsmat veit eg ekkert. Það kynni að vera arfur frá gyðingum sem flokkuðu dýr í hrein og óhrein. Einnig gæti það átt rót sína að rekja til fornrar frjó- semisdýrkunar, t. d. völsadýrkunar, sem kirkjan fordæmdi, og raunar minnir mig að eg hafi heyrt það eða lesið. - Eg nenni ekki að fjölyrða um þennan hrossakjötsviðbjóð, en þeir sem um hann heyra eða lesa og hneykslast á honum væri ráðlegt að hugsa sér hundakjöt eða rottu- kjöt í stað hrossakjöts (hvort tveggja þykir ágætismatur í Kína) og þá mun nær skilningi á viðbjóðnum sem á neyslu þess hvíldi. í tilvitnunum í Árferði á íslandi hér að framan er minnst á hrossa- 1 í þessu sambandi má benda á grein í Múlaþingi 5 1970 Lestrarkunnátta í Múlaþingi 1744 eftir Óla Kr. Guðbrandsson skólastjóra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.