Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 80
78
MÚLAÞING
- og skyldi stuðla að lastvöru líferni. Merkust var hún fyrir það að
hún beindist mjög að lestrarkennslu barna, trúfræðslu og fyrstu kirkju-
bókaskráningu presta, en hún kom hingað í kjölfar sendifarar Ludvigs
Harboes prests í Kaupmannahöfn hingað til lands til eftirlits og rann-
sókna á menningarástandi Islendinga.1
Refsingarákvæði fylgdu að sjálfsögðu þessari tilskipun og algengust
sú að setja brotlega í gapastokk. Hann getur varla talist píningartæki,
óþægilegur að sjálfsögðu, en höfuðáherslan lögð á smánina sem honum
fylgdi, og því var hann settur upp hér sem erlendis á fjölförnum stöðum,
hér við kirkjur og á þingstöðum. I öðrum löndum var hann festur á
stólpa á fjölförnum torgum, segir í Kulturhistorisk Leksikon (uppslátt-
arorð Kák), en það á við eldri tíma, þ. e. fyrir siðaskipti. Gapastokkur-
inn er forn að uppruna.
Hrossakjötsát. Það tíðkaðist í heiðni og var leyft í fyrstu eftir kristni-
töku. En ekki mun hafa liðið á löngu uns bannað var, og bar bannið
slíkan árangur að viðbjóður á hrossakjöti var við lýði fram á 20. öld.
„Varð það síðar svo föst þjóðarsannfæring, að það gengi glæpi næst,
að leggja sér það til munns, að margir dóu heldur úr hungri en að gera
slíka óhæfu, því að hver, sem það gerði, átti að fara vægðarlaust til
helvítis. Þó voru einstaka fátæklingar, er hirtu það til matar, og voru
þeir almennt í hinni mestu fyrirlitningu, jafnvel fram á síðari hluta 19.
aldar, og voru kallaðir hrossakjötsætur.“ Þetta segir séra Jónas Jónas-
son í íslenskum þjóðháttum (Rvík 1945, 152) um þetta efni.
Sjálfsagt er það rétt að almennri fyrirlitningu á hrossakjötsætum hafi
létt fyrir aldamót, en þó lifðu menn sem ekki gátu hrossakjöt látið inn
fyrir sínar varir fram yfir miðja 20. öld.
Lfm uppruna hins trúarlega forboðs á þessum herramannsmat veit
eg ekkert. Það kynni að vera arfur frá gyðingum sem flokkuðu dýr í
hrein og óhrein. Einnig gæti það átt rót sína að rekja til fornrar frjó-
semisdýrkunar, t. d. völsadýrkunar, sem kirkjan fordæmdi, og raunar
minnir mig að eg hafi heyrt það eða lesið. - Eg nenni ekki að fjölyrða
um þennan hrossakjötsviðbjóð, en þeir sem um hann heyra eða lesa
og hneykslast á honum væri ráðlegt að hugsa sér hundakjöt eða rottu-
kjöt í stað hrossakjöts (hvort tveggja þykir ágætismatur í Kína) og þá
mun nær skilningi á viðbjóðnum sem á neyslu þess hvíldi.
í tilvitnunum í Árferði á íslandi hér að framan er minnst á hrossa-
1 í þessu sambandi má benda á grein í Múlaþingi 5 1970 Lestrarkunnátta í Múlaþingi 1744
eftir Óla Kr. Guðbrandsson skólastjóra.