Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 82

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 82
80 MÚLAÞING hefði vafalaust gleymst smátt og smátt og aldrei verið fært í letur ef annað hefði ekki komið til. Litlum sögum fer af Ormarsstaðaheimilinu, þar sem þau búa Bessi auðgi og Málmfríður með syni sína tvo og eitthvað af vinnufólki næstu árin. Ekki er einusinni kunnugt um hvort Jófríður frá Borg dvelst þar að staðaldri næstu árin, en líklegt að svo h'afi verið því að samvistir hennar og Bessa áttu eftir að lengjast og taka stefnubreytingu. Árið 1790 eða 1791 deyr Málmfríður Árnadóttir húsfreyja á Ormars- stöðum og séra Einar segir í Ættunum að búið hlaupi á nær 400 ríkisdali. Þá er Bessi 54 ára að aldri eða þar um bil og synir þeirra, Jón og Árni, um tvítugt (Jón um 21 árs og Árni um 18 ára). Ekki var Bessi lengi konulaus, enda líkast til að hann hafi verið bæði búmaður og nautnamaður. Sjálfsagt hefði hann getað haft um ýmsa möguleika að velja, en leitar ekki langt til fanga. Hann gengur að eiga sakborning sinn frá hvítasunnuhátíðinni í Ási sællar minningar - og vinnukonu, Jófríði Magnúsdóttur. Enginn veit nú lengur með hverjum hætti þessi ráðahagur tókst. Aldursmunur um 28 ár. Ekki er heldur kunnugt um hvenær þau áttust, en sonur fæðist þeim um 1793 og annar ári eða svo síðar. Bessi er um 54 ára 1790 og Jófríður um 26 ára, og margs má spyrja. Gekk hann að henni eins og mat sínum, allslausri vinnukind, hrossa- kjöts- og hræætu sem hann hafði stungið í gapastokk? Bar hann til hennar ást sem þróaðist upp úr samviskubiti, er hún þjónaði heimili hans dul og myndvirk og tók það að sér innanstokks þegar kona hans lést, svo að hann sá í henni manndóm sem laðaði til eiginorðs? - Eða átti hún einhvers konar frumkvæði með stefnu á Ormarsstaðaauðinn og veiddi karlinn í snöru sína til þess að sjá sér farborða með húsfreyju- stöðu og hlutdeild í væntaniegum arfi á móti stjúpsonunum? Gekk hún í brúðarsæng með svipuðu hugarfari og hún skar forðum bitann af hræinu - eða fús og jafnvel glöð í huga? Skipti gapastokkurinn ef til vill ekki máli er frá leið og nær 30 ára aldursmunur ekki heldur? Átti hún aldrei draum um litklæddan pilt úr álfasögum, eða höfðu örðug ævikjör, munaðarleysi og sultur eldmóðuáranna flæmt hann úr huga hennar? Við þessu eru engin svör, en víst er um það að henni tókst með hyggindum og skynsemd að skapa sér þokkalegt og jafnvel hamingju- ríkt lífsstand. Bessi karlinn entist ekki lengi í hjónabandinu, lést að því er séra Einar fullyrðir í Ættunum árið 1795, og nú hefur sá sem þetta skrifar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.