Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 125

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 125
MÚLAÞING 123 íslendingar flykktust til fjarðarins í atvinnuleit. -Úti í fjarðarmynninu var mergð hvala og fugla sem fyrirheit um fleiri síldargöngur.1 Jaktir Sigvarts Waage „Nordstjernen“ og „Rapid“ komu til Skude- neshavn 29. október eftir 8 daga útivist. Síldartunnunum var skipað upp í sjóhúsið, síldin kverkuð „og að öðru leyti gerð fullkomlega útflutningshæf." Þessi síld var „afar stór.“ Henni var skipað um borð í sömu jaktirnar, sem strax héldu áfram, „Rapid“ til Eystrasalts, „Nordstjernen“ til Gautaborgar.2 Þeir mega hrósa happi, sem komist hafa yfir hafið í tíma, því nú ganga hauststormarnir í garð. Jakt Kóhlers „Viva“ er á leið frá Stafangri aftur til Seyðisfjarðar, Wagel skipstjóri hefur nú tekið sér frí og í hans stað komið Albert E. Hansen. Langleiðina fá þeir liðugan vind, sem oft vex og verður stormur. Þeir bagsast áfram uns þeir eru komnir alveg upp undir ísland, en verða þá afturreka. Þetta endurtekur sig. í þriðja sinn komast þeir upp undir land, en lenda í stormi og snjóbyl. Það er ómögulegt að taka Seyðisfjörð. Þá er reynt að leita hafnar á Norðfirði. Frá því, er síðar gerist, segir Hansen skipstjóri: „Myrkrið var nú skollið á. I hægum, breytilegum vindi, urðum við fyrir því óhappi, að skipið neitaði vendingu, og áður en nokkuð varð aðhafst með akkeri eða eitthvað annað, tók það niðri á rifi, sem teygði sig út frá landinu.“ Áhöfnin kemst í land, en „Viva“ er brotin í spón. Þetta gerist 26. október. Skipstjórinn sendir boðbera yfir fjallið til Th. P. Nielsen, og fær þær upplýsingar, að skip og farmur séu vátryggð. Þeir selja allt lauslegt strandgóss á uppboði. Hansen skipstjóri endar skýrslu sína til Kphlers „vonandi að þér dæmið mig ekki hart vegna óhappsins með skipbrotið.“3 „Viva“ er ekki ein um það að láta í minni pokann fyrir óveðrinu. Dönsk skonnorta, „Tvende S0stre“ frá Thuró, sem 12. október lagði af stað frá Björgvin til íslands, hefur þrisvar komist í minna en 20 mílna nálægð við ströndina, en í hvert skipti orðið afturreka. Skipið verður að snúa við án þess að ná til ákvörðunarstaðar og kemur aftur til Björgvinjar 16. nóvember.4 Síldin er stöðugt í Reyðarfirði og Eskifirði, en í lok október harðna veður svo að ekki er ráðlegt að taka síld í lás í opnum fjörðum. Síðustu síldveiðimennirnir halda þaðan um mánaðamótin. Um miðjan nóvem- 1 B. T. 28. 10. 1880. 2 Hgsd. Budstk. 5. 11. 1880. Sk. neshvn. tollb 29. 10. 1880. 3 Bang Andersen.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.