Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 125
MÚLAÞING
123
íslendingar flykktust til fjarðarins í atvinnuleit. -Úti í fjarðarmynninu
var mergð hvala og fugla sem fyrirheit um fleiri síldargöngur.1
Jaktir Sigvarts Waage „Nordstjernen“ og „Rapid“ komu til Skude-
neshavn 29. október eftir 8 daga útivist. Síldartunnunum var skipað
upp í sjóhúsið, síldin kverkuð „og að öðru leyti gerð fullkomlega
útflutningshæf." Þessi síld var „afar stór.“ Henni var skipað um borð
í sömu jaktirnar, sem strax héldu áfram, „Rapid“ til Eystrasalts,
„Nordstjernen“ til Gautaborgar.2
Þeir mega hrósa happi, sem komist hafa yfir hafið í tíma, því nú
ganga hauststormarnir í garð. Jakt Kóhlers „Viva“ er á leið frá Stafangri
aftur til Seyðisfjarðar, Wagel skipstjóri hefur nú tekið sér frí og í hans
stað komið Albert E. Hansen. Langleiðina fá þeir liðugan vind, sem
oft vex og verður stormur. Þeir bagsast áfram uns þeir eru komnir
alveg upp undir ísland, en verða þá afturreka. Þetta endurtekur sig.
í þriðja sinn komast þeir upp undir land, en lenda í stormi og snjóbyl.
Það er ómögulegt að taka Seyðisfjörð. Þá er reynt að leita hafnar á
Norðfirði. Frá því, er síðar gerist, segir Hansen skipstjóri: „Myrkrið
var nú skollið á. I hægum, breytilegum vindi, urðum við fyrir því
óhappi, að skipið neitaði vendingu, og áður en nokkuð varð aðhafst
með akkeri eða eitthvað annað, tók það niðri á rifi, sem teygði sig út
frá landinu.“ Áhöfnin kemst í land, en „Viva“ er brotin í spón. Þetta
gerist 26. október. Skipstjórinn sendir boðbera yfir fjallið til Th. P.
Nielsen, og fær þær upplýsingar, að skip og farmur séu vátryggð. Þeir
selja allt lauslegt strandgóss á uppboði. Hansen skipstjóri endar skýrslu
sína til Kphlers „vonandi að þér dæmið mig ekki hart vegna óhappsins
með skipbrotið.“3
„Viva“ er ekki ein um það að láta í minni pokann fyrir óveðrinu.
Dönsk skonnorta, „Tvende S0stre“ frá Thuró, sem 12. október lagði
af stað frá Björgvin til íslands, hefur þrisvar komist í minna en 20
mílna nálægð við ströndina, en í hvert skipti orðið afturreka. Skipið
verður að snúa við án þess að ná til ákvörðunarstaðar og kemur aftur
til Björgvinjar 16. nóvember.4
Síldin er stöðugt í Reyðarfirði og Eskifirði, en í lok október harðna
veður svo að ekki er ráðlegt að taka síld í lás í opnum fjörðum. Síðustu
síldveiðimennirnir halda þaðan um mánaðamótin. Um miðjan nóvem-
1 B. T. 28. 10. 1880.
2 Hgsd. Budstk. 5. 11. 1880. Sk. neshvn. tollb 29. 10. 1880.
3 Bang Andersen.