Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 148
146
MÚLAÞING
Á sama tíma koma nokkrar skútur frá Eyjafirði. Hinn 9. nóvember
er tilkynnt frá Skudeneshavn: „Galías „Ora & Labora“ kom í dag eftir
12 daga ferð frá Eyjafirði án þess að hafa fengið farm. Við brottför
voru nokkrar smátorfur í lásum í Eyjafirði, en síldin var mjög dreifð.
Það er víst óskaplegt tap á íslands-útgerðinni í ár.“ Skip O. A.
Knudsens, „Anny Föyen“ kemur einnig frá Eyjafirði án annars farms
en salts og tómra tunna. Aftur á móti hefur Storðarleiðangurinn haft
heppnina með sér, skonnortan „Sigurd“ kemur heim með 797 tunnur
síldar og jaktin „Elisabeth“ með 200 tunnur. Og „íslandsleiðangurinn
frá Haugasundi“ sendir 1000 tunnur af síld heim með skonnortu Rónne-
vigs „Adoram“.
Hinn 11 nóvember er gufuskip Berentsens „Kronsprinsesse Victoria“
komið heim til Stafangurs með 900 tunnur síldar. Skipið fór frá Eyja-
firði 5. nóvember. Þá var útlit fyrir veiði, og margir fiskimenn kusu
að bíða tunglkomu. Þar höfðu fengist smáslattar upp á síðkastið, þar
af hafði nótalag Berentsens fengið 2.200 tunnur og Kphlers 500 tunnur.1
Margir fiskimennirnir eru orðnir svo leiðir á að liggja hér án þess
að fá síld, að þeir vilja fara heim. En nokkrir bassar neita að gefast
upp, einn þeirra er Nils Djupevág. Nótalagið hans kastar. Það eru
næturfrost og það liggur við að þeir nái ekki nótinni aftur. Strax á eftir
er kastað aftur, en veiðin er aðeins ónothæf smásíld. Nils lóðar og
lóðar. Svo finnur hann stórsíld og gerir Salomon Kalvenes, sem hann
hefur samvinnu við, aðvart. Kalvenes-menn koma seint, þeir eru þreytt-
ir á að kasta og hafa fengið nóg. Þegar þeir loks nálgast berja þeir
árunum í sjóinn til að fæla síldina frá landi. En Nils hrópar: „La gá
not“, síldin vill forða sér á meðan þeir kasta, en þá koma tveir hvalir
og reka hana inn í nótina aftur. Menn Kalvenes halda áfram að tefja
fyrir. Þeir eiga að róa í land með kaðal frá öðru nótareyranu, en sleppa
kaðalendanum í sjóinn, það er erfitt að ná honum aftur. Þegar draga
á nótina að landi fara þeir sér svo hægt, að nótin er slök allan tímann.
En síldin náðist og það er mesta veiði sem þeir hafa fengið í langan
tíma. Menn Nils hrópa húrra. Það gjöra hinir líka, en Nils vill helst
loka á þeim túlanum. Þeir eiga ekki heiðurinn af því að síldin náðist.2
Firma Berentsens hefur sem umboðsmann á Eyjafirði Olaus Housk-
en frá Stafangri. Hann hefur komið sér fyrir á Oddeyri sem íslenskur
kaupmaður og hefur leigt lóð af Gránufélaginu. Hann hefur bréf upp
á að hann megi selja í smásölu daglegar nauðsynjar og í heildsölu kol,
1 K.posten 7.-11. nóv. B.posten 8. - 16. nóv. 1882.
2 Djupevág bls. 52.