Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 148

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 148
146 MÚLAÞING Á sama tíma koma nokkrar skútur frá Eyjafirði. Hinn 9. nóvember er tilkynnt frá Skudeneshavn: „Galías „Ora & Labora“ kom í dag eftir 12 daga ferð frá Eyjafirði án þess að hafa fengið farm. Við brottför voru nokkrar smátorfur í lásum í Eyjafirði, en síldin var mjög dreifð. Það er víst óskaplegt tap á íslands-útgerðinni í ár.“ Skip O. A. Knudsens, „Anny Föyen“ kemur einnig frá Eyjafirði án annars farms en salts og tómra tunna. Aftur á móti hefur Storðarleiðangurinn haft heppnina með sér, skonnortan „Sigurd“ kemur heim með 797 tunnur síldar og jaktin „Elisabeth“ með 200 tunnur. Og „íslandsleiðangurinn frá Haugasundi“ sendir 1000 tunnur af síld heim með skonnortu Rónne- vigs „Adoram“. Hinn 11 nóvember er gufuskip Berentsens „Kronsprinsesse Victoria“ komið heim til Stafangurs með 900 tunnur síldar. Skipið fór frá Eyja- firði 5. nóvember. Þá var útlit fyrir veiði, og margir fiskimenn kusu að bíða tunglkomu. Þar höfðu fengist smáslattar upp á síðkastið, þar af hafði nótalag Berentsens fengið 2.200 tunnur og Kphlers 500 tunnur.1 Margir fiskimennirnir eru orðnir svo leiðir á að liggja hér án þess að fá síld, að þeir vilja fara heim. En nokkrir bassar neita að gefast upp, einn þeirra er Nils Djupevág. Nótalagið hans kastar. Það eru næturfrost og það liggur við að þeir nái ekki nótinni aftur. Strax á eftir er kastað aftur, en veiðin er aðeins ónothæf smásíld. Nils lóðar og lóðar. Svo finnur hann stórsíld og gerir Salomon Kalvenes, sem hann hefur samvinnu við, aðvart. Kalvenes-menn koma seint, þeir eru þreytt- ir á að kasta og hafa fengið nóg. Þegar þeir loks nálgast berja þeir árunum í sjóinn til að fæla síldina frá landi. En Nils hrópar: „La gá not“, síldin vill forða sér á meðan þeir kasta, en þá koma tveir hvalir og reka hana inn í nótina aftur. Menn Kalvenes halda áfram að tefja fyrir. Þeir eiga að róa í land með kaðal frá öðru nótareyranu, en sleppa kaðalendanum í sjóinn, það er erfitt að ná honum aftur. Þegar draga á nótina að landi fara þeir sér svo hægt, að nótin er slök allan tímann. En síldin náðist og það er mesta veiði sem þeir hafa fengið í langan tíma. Menn Nils hrópa húrra. Það gjöra hinir líka, en Nils vill helst loka á þeim túlanum. Þeir eiga ekki heiðurinn af því að síldin náðist.2 Firma Berentsens hefur sem umboðsmann á Eyjafirði Olaus Housk- en frá Stafangri. Hann hefur komið sér fyrir á Oddeyri sem íslenskur kaupmaður og hefur leigt lóð af Gránufélaginu. Hann hefur bréf upp á að hann megi selja í smásölu daglegar nauðsynjar og í heildsölu kol, 1 K.posten 7.-11. nóv. B.posten 8. - 16. nóv. 1882. 2 Djupevág bls. 52.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.