Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 170
168
MÚLAÞING
9. og 10. september er stormur, menn dveljaum borð ogvinnasín störf.1
Maður einn í Hrísey er kallaður Galdra-Villi, því hann á að vera
fjölkunnugur. Honum hefur gramist að allt þetta ókunna fólk skuli
setjast hér að og óróa allan fjörðinn. Oft er hann um borð í norsku
bátunum og rífst og dag einn sýður upp úr. Þá hrópar Villi viti sínu
fjær, að hann óski eftir ofsaroki, sem gerði útaf við alla andskotans
norsku bátana og næturnar og kastaði skútunum þeirra langt upp í
fjörugrjótið.2
Fimmtudagsmorguninn 11. september hefur vindinn lægt í hægan
suðlægan andvara með dumbungsveðri. Margir bátar eru úti með land-
inu og leita síldar en finna ekkert. Margir ætla, að það sé sök hvalfangar-
anna, þeir drepi hvalina, sem reka áttu síldina að landi. - Allt í einu,
um klukkan tvö síðdegis, verður himinninn í fjarðarbotninum kolsvart-
ur. Þeir, sem eru úti að róa, flýta sér allt hvað af tekur í land, en áður
en varir skellur veðrið á. Þeir sjá bát í fjörunni sogast hátt í loft upp
og brotna í spón langt inni á eyri, og tunnurnar, sem standa í háum
hlöðum fjúka í sjóinn og hverfa.3
Galías Lauritz Petersen „Strilen“ liggur við Svarfaðardalssand. Þar
kemur ofviðrið með ofsalegu afli niður dalinn og þvert yfir fjörðinn.
Nokkrum bátum, sem enn eru á sjó, hvolfir og sjómennirnir hverfa.
Skúturnar taka að höggva og toga í akkerisfestarnar. Frá „Strilen“ sést
að skipverjar á skonortunni „Emanuel“ höggva frammastrið og strax
á eftir brýtur stormurinn afturmastrið.4
Jakt Berentsens verður fyrir brotsjó, sem molar ljórann. Stýrimaðurinn
brýst til að höggva niður reiðann, en bassinn, Nils Djupevág telur fráleitt
að eyðileggja gott siglutré, „okkur rekur ekki ennþá,“ segir hann. „Það
er um seinan þegar okkur er tekið að reka,“ segir stýrimaðurinn og bendir
á ströndina, þar sem mörg skip liggja og veltast um í fjörugrjótinu. Brátt
sjá þeir reiðann falla á skonnortunni „Ansgarius“, og á flestum þeirra
skúta, sem enn eru með akkerin í botni. Fá ráðast þeir, Nils og timburmað-
urinn, á hart siglutréð og reiða, sem er tjargaður og stinnur sem vír, með
díxilhamri og öxi. Jaktin lyftir sér í ólögunum, reiðinn slæst fam og aftur
og ógnar lífi manna. Loks fellur mastrið og brýtur um leið lunninguna.
Jaktin stingst í stóran brotsjó svo það brakar í stefninu.5
1 Pk. 5670. Hgsd. M.
2 Björn Ólason.
3 Síldarsaga Islands, bls. 110.
4 B. Rdksund.
5 Djupevág bls. 57.