Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 203
Kringskefjur
(Nokkur bréf til sýslumanna í Múiasýslum)
VOND LYKT
Með bréfi af 29da þ. m. hafi þér herra
sýslumaður! géfið mér til vitundar: að fram-
kvæmdarstjóri hins Danska fiskifélags
Captain-lautenant Hammer hefði tilkynt
yður, að eg hefði fyrirboðið honum: í fyrsta
máta að draga á land hval á þá lóð sem
heyrir til Lýsisbræðsluhúsum þess m. fl. af
þeirri orðsök að heilsa manna kynni að bíða
tjón af því. í annan máta reiknar hann til
að félagið bíði við þetta 200 rdl skaða.
í þriðja lagi skilur hann ekki að liktin af
hvalnum væri meiri en af öllum þeim hákalli
sem í Djúpavog er kasaður og heingdur upp;
eður hvalnum sem fluttur var á lóð verslun-
arstjóra Weyvadts í fyrra sumar og s: frv:
Þessu næst skipi þér mér herra sýslumað-
ur! að gjöra grein fyrir hvursvegna eg hafi
eigi við gefin tækifæri leitað úrskurðar yðar
um þetta mál, og hvurnin eg hafi gétað leift
mér að géfa út forboð þetta uppá mitt ein-
dæmi. Hvað því fyrsta pósti viðvíkur þá veit
eg eigi betur en búið væri að taka állt spik
og rengi af hvalnum á réttum stað við lifrar-
bræðsluhúsin, og var þá einasta eftir
skrokkurinn; hreifði eg þá munnlegum mót-
mælum um hann væri fluttur í land uppá
milli allra húsanna; heldur í öðrum stað, í
þá svokölluðu Brandsvík, sem mun vera
rúma strengslengd mest hálfa aðra utar með-
fram vognum eður tánganum þeim meigin
sem Lýsishúsin eru. Hvað verði hval-
skrokksins viðvíkur; þá get eg ekki með
vissu á það giskað; þó fæ eg enganveigin
skilið, hann géti verið þess virði sem herra
Hammer tiltekur, fyrst hann seldi okkur hér
hvalskrokkinn í fyrra fyrir 60 rdl - jafnvel
þó hann stingi uppá 100 rdl í fyrstu - sem
við að eins gátum sloppið með að fá aptur
borgað.
Það voru líka ósannindi sá hvalur væri
fluttur á Weyvadts lóð, heldur var það á
mér tilheyrandi lóð. Nú hafði Capt: Ham-
mer heimild til að nota sér hvaiinn á Landi
hefði hann viljað, sem áður er sagt; einasta
var það þá vegamunurin, sem áður er sagt,
og finst mér það hefði farið betur að nota
þannig hvalskrokkinn í landi, en sökka hon-
um niður á skipaleguna í Djúpavog og láta
hann liggja þar.
Viðvíkjandi þriðja atriðinu: um fílu þá af
hákallskösum og uppheingdum hákalli þarf
valla svar að gefa í ár, þar sem eingin biti
er hengdur upp, og- lítið eður ekkert kasað,
og - sé það nokkuð þá helst í fjörumáli; hitt
má fullyrða: þarsem jafn mikill fjöldi af spik
og lifrarílátum ægir saman með úldinni há-
karlslifur og hvalspiki miklu af því grút-
möðkuðu - eins og þar er í Djúpavog; má
nærri geta, géfur af sér hinn megnasta
ódaun, sem mátti nægja, þó ekki væri bætt
við úlnum hvalskrokk líka.
i’essu næst er að gjöra grein fyrir, hvurs-
vegna eg hreifði mótmælum gégn því, að
hvalskrokkurin væri fluttur í land uppá milli
húsanna. Fyrir það fyrsta var mér í fersku
minni sá viðbjóður og sú óverkun, sem flaut
af hvalflutníngum þeim í fyrra sumar, sem
að miklu leiti ónýttist þegar engin vildi nýta
meiri part af kjötinu sem var óæti, en fyrr
en varði, varð að ýldu og maðkahrúgu vegna
þess því var ekki varpað í sjóinn. Eg áleit
því beina skyldu mína að koma í veg fyrir