Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Qupperneq 17
MULAÞING
15
háska. Tvær eru á öllu landinu 1910, báðar fæddar í Rangárvallasýslu.
Öll árin 1921-50 fá nafnið aðeins tvær meyjar, og í þjóðskrá 1989 er ein
eftir: Ulfheiður Ingvarsdóttir í Reykjavík, fædd 1951. Slysalegt væri, ef
nafnið félli niður.
Vagn er fomnorrænt, sjaldgæfara hér á landi en í öðrum löndum nor-
rænna manna. Einkum var það algengt í Danmörku. Uppruni er óvís, en
trúlega er það skylt sögninni að vega, hvort sem það er “hár, upphafinn”
eða “bardagamaður”, sá sem vegur í þeim skilningi. Fleira hefur mönn-
um svo sem dottið í hug. Rikard Hornby segir til dæmis í Nordisk kultur
VII:
“en rest fra gammel gudsdyrkelse, idet vognen i den nordiske Nerthus-
kult... spilte betydelig roile.” (bls. 193).°
Frægur er Vagn Akason úr Jómsvíkingasögu, en í Landnámu var eng-
inn og einn í Sturlungu, og nafnið kemur oft fyrir í öðrum sögum.
Arið 1703 bar einn íslendingur heitið Vagn, Sunn-Mýlingurinn Vagn
Asmundsson á Dísarstöðum í Breiðdal, 12 ára.
Nafnið dó út skamman tíma, en hefur smám saman sótt í sig veðrið
aftur, enda upplagt í stuttnefnatísku okkar daga. Það hvarf alveg af Aust-
urlandi, en skaut öruggum rótum á Vestfjörðum. Nú eru í þjóðskrá 37,
mikill meirihluti sem svo heitir seinna nafni af tveimur, samkvæmt tísk-
unni.
II.
Tæp öld leið milli aðalmanntala, og er þá næst að fara yfir manntalið
1801. Aldarfarið var skelfilegt. Aldrei hafði íslenska þjóðin ratað í aðra
eins útrýmingarhættu og á því tímabili sem liggur milli 1703 og 1801.
Fólki fækkaði bæði á landinu öllu, og eins í Suður-Múlasýslu.
Nöfnum fólks þar í sýslu fækkaði líka, einkum í A-flokki, en nöfn í B-
flokki færðust í aukana, sem brátt sést betur. Þá varð sú mikla breyting
á, að 1776 var af yfirvöldunum mælt fyrir um að erlendir kaupmenn
skyldu hafa hér vetursetu með fólki sínu. Eru þá líka þónokkrir útlend-
ingar á verslunarstöðum Sunn-Mýlinga 1801. Sumt þessa útlenda fólks
mægðist Islendingum, og við það og kynni af hinu erlenda fólki tóku
sumir hérlandsmenn að bráka nöfn sín að framandi hætti, og smám sam-
an komu fleirnefni til sögunnar og eitt og eitt auknefni, sem sum hver
urðu jafnvel að eiginlegum ættarnöfnum.
11 „leifar fornrar guðadýrkunar. í norrænni trú á frjósemdargyðjuna Nerthus skipti vagninn
miklu.“