Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 27
MÚLAÞING
25
gerðin Anton barst hingað til lands með Dönum um 1800, og var kven-
heitið Antonía einnig myndað af því. En hvað sem því líður, voru tvær
Antoníur í manntalinu 1845, en ekki neina að sjá 1801.
Arið 1845 var í Stykkishólmi Antonía Jósefína Thorlacius 12 ára, og
Antonía Jónsdóttir sex ára á Flugustöðum í Álftafirði. Afi hennar hét
Antoníus.
Antoníum fjölgaði hægt, en voru þó orðnar 21 árið 1910, og rétt tæpur
helmingur þeirra fæddur í Suður-Múlasýslu, eins og við mátti búast. f
þjóðskrá 1989 eru Antoníur 22. Um þriðjungur þeirra er austanlands.
Arbjartur er þess konar nafn sem okkur finnst að ekki þurfi skýringa.
Allt er óvíst um upphaf þess og tildrög. Það sést fyrst í nafnatali sr.
Odds á Reynivöllum 1646. Árið 1703 bar það einn maður, Árbjartur
Þorvaldsson 16 ára, ómagi, Hvaleyri við Hafnarfjörð.
Tæpri öld síðar, í manntalinu 1801, er aftur einn, Norð-Mýlingur, en
1845 er hann horfinn og kominn annar í suðursýsluna: Árbjartur Jónsson
tíu ára á Karlsskála í Reyðarfirði. Eftir öllum sólarmerkjum er hann síð-
astur íslendinga með þessu nafni.
Meðal tvínefndra Sunn-Mýlinga 1845 var María Bergmunda Guð-
mundsdóttir fimm ára á Hofi í Mjóafirði. Á sama bæ var þá gömul kona
sem Bergþóra hét. Skyldi Bergmunda hafa til orðið eftir samsetningar-
formúlu 19. aldar? í þessu dæmi Bergþóra+Guðmundur=Bergmunda.
Svo er nefnilega að sjá að Bergmunda sé ekki leitt af Bergmundur, því
að það karlheiti mun vera yngra. Ekki hafa fundist önnur dæmi um
kvenheitið Bergmunda en það sem nú var nefnt.
Bertram er algengt germanskt nafn í breytilegum myndum, ætti víst að
vera “Bjarthrafn” á íslensku. Er hugsanlegt að hið illskýranlega nafn
Fertram sé ein afbökun þessa nafns? Bertram kom seint til sögunnar á
Islandi og var þá nafn sveinbams sem að vísu var fætt hérlendis, en af
erlendum toga. Árið 1845 var einn Bertram á Islandi: B. Tvede 14 ára,
fæddur í Austuramti, “er að læra” í Vallanesi.
Síðan eru engir, hvorki í manntalinu 1845 né 1910. Eftir það bregður
nafninu aðeins fyrir, og í þjóðskrá 1989 eru að minnsta kosti tveir, báðir
af erlendum uppruna.
Bóas er úr hebresku Boaz og kynni að merkja “kröftugur” eða eitthvað
í þá áttina. I Biblíunni greinir frá Bóasi nokkrum sem var auðugur land-
eigandi í Betlehem.
Nafnið virðist hafa verið gert að skírnarnafni á Islandi á 18. öld. Elsta
þekkt dæmi er Bóas Sigurðsson í Miðgörðum í Grímsey, 42 ára 1801.
Síðan fór smám saman fjölgandi, og árið 1845 voru þrír, einn í ísafjarð-