Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 27

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 27
MÚLAÞING 25 gerðin Anton barst hingað til lands með Dönum um 1800, og var kven- heitið Antonía einnig myndað af því. En hvað sem því líður, voru tvær Antoníur í manntalinu 1845, en ekki neina að sjá 1801. Arið 1845 var í Stykkishólmi Antonía Jósefína Thorlacius 12 ára, og Antonía Jónsdóttir sex ára á Flugustöðum í Álftafirði. Afi hennar hét Antoníus. Antoníum fjölgaði hægt, en voru þó orðnar 21 árið 1910, og rétt tæpur helmingur þeirra fæddur í Suður-Múlasýslu, eins og við mátti búast. f þjóðskrá 1989 eru Antoníur 22. Um þriðjungur þeirra er austanlands. Arbjartur er þess konar nafn sem okkur finnst að ekki þurfi skýringa. Allt er óvíst um upphaf þess og tildrög. Það sést fyrst í nafnatali sr. Odds á Reynivöllum 1646. Árið 1703 bar það einn maður, Árbjartur Þorvaldsson 16 ára, ómagi, Hvaleyri við Hafnarfjörð. Tæpri öld síðar, í manntalinu 1801, er aftur einn, Norð-Mýlingur, en 1845 er hann horfinn og kominn annar í suðursýsluna: Árbjartur Jónsson tíu ára á Karlsskála í Reyðarfirði. Eftir öllum sólarmerkjum er hann síð- astur íslendinga með þessu nafni. Meðal tvínefndra Sunn-Mýlinga 1845 var María Bergmunda Guð- mundsdóttir fimm ára á Hofi í Mjóafirði. Á sama bæ var þá gömul kona sem Bergþóra hét. Skyldi Bergmunda hafa til orðið eftir samsetningar- formúlu 19. aldar? í þessu dæmi Bergþóra+Guðmundur=Bergmunda. Svo er nefnilega að sjá að Bergmunda sé ekki leitt af Bergmundur, því að það karlheiti mun vera yngra. Ekki hafa fundist önnur dæmi um kvenheitið Bergmunda en það sem nú var nefnt. Bertram er algengt germanskt nafn í breytilegum myndum, ætti víst að vera “Bjarthrafn” á íslensku. Er hugsanlegt að hið illskýranlega nafn Fertram sé ein afbökun þessa nafns? Bertram kom seint til sögunnar á Islandi og var þá nafn sveinbams sem að vísu var fætt hérlendis, en af erlendum toga. Árið 1845 var einn Bertram á Islandi: B. Tvede 14 ára, fæddur í Austuramti, “er að læra” í Vallanesi. Síðan eru engir, hvorki í manntalinu 1845 né 1910. Eftir það bregður nafninu aðeins fyrir, og í þjóðskrá 1989 eru að minnsta kosti tveir, báðir af erlendum uppruna. Bóas er úr hebresku Boaz og kynni að merkja “kröftugur” eða eitthvað í þá áttina. I Biblíunni greinir frá Bóasi nokkrum sem var auðugur land- eigandi í Betlehem. Nafnið virðist hafa verið gert að skírnarnafni á Islandi á 18. öld. Elsta þekkt dæmi er Bóas Sigurðsson í Miðgörðum í Grímsey, 42 ára 1801. Síðan fór smám saman fjölgandi, og árið 1845 voru þrír, einn í ísafjarð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.