Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 166
164
MÚLAÞING
við fossinn. Þar er brú yfir ána, sem pabbi lét byggja, með grindverki í
kring, hún er þar enn, en að sjálfsögðu eitthvað endurbætt, - en söm er
stærðin.
Hann er grösugur dalurinn og fjallið fyrir ofan, en ég get ekki munað
betur en væri meiri gróska í jörðu, meira af berjum, meira af skógkjarri
og ýmsu, sem ég sakna. Til dæmis var svo mikið af angandi reyrgresi.
Það var mikið tínt heima og haft innan um föt, svo allt angaði af
reyrgresi.
Svo var Nátthaginn svokallaði, sem er neðan við Fiskihraunið svokall-
aða. Hann er rétt ofan við fossinn, áin öðru megin, klettar báðu megin að
kalla. Þar var allt á kafi í grasi á sumrin. Þá voru kvíaæmar hafðar þar
stundum yfir nóttina og réttað þar á haustin. Mér fannst, þegar ég var
krakki þessi nátthagi vera svo mikill ævintýraheimur. Að utanverðu var
einstigi þama líklega ekki fært lengur.
Eg man vel eftir útihúsunum. Efst á túninu utan og ofan við bæinn var
stórt fjárhús og hlaða, svo neðst á túninu hesthús og innar lambhúsið
svokallaða og þar innar var smiðjan (þar voru smíðaðar skeifur, ljábakk-
ar, hestskónaglar og fleira). Kornmylla var neðst á túninu við lækinn, en
það var fyrir mitt minni, en ég man eftir myllusteinunum sem lágu þar á
lækjarbakkanum, en þegar ég man eftir var kornið malað heima í hand-
kvörn.
Langafi kaus að búa þarna í Fjarðarseli. Þarna var mesta landrýmið,
rennisléttar engjarnar fyrir utan túnið og svo dalurinn fyrir innan. Frá
bænum sást út í kaupstaðinn. Oft var nú skroppið í bæinn og hvflt sig á
hvfldarsteininum eða Setusteininum, sem við kölluðum, sem er þarna
enn upp á mónum (ofan við brekkuna). Seinast þegar ég var þarna á
ferð, sá ég hann og undraðist yfir að hann skyldi fá að vera þama í friði
eftir allt umrótið síðustu ár. Það er margs að minnast og ég tek undir
með skáldinu, sem kvað um sinn dal:
Man ég dal í daggarfeldi bláum,
dags er roði fagur gyllti tind,
man ég brekkur blómum prýddar smáum,
brattan foss og kaldavermslulind.
Margir bæjarbúar voru með eina kú og hesta og töluvert margt fé,
enda var hver blettur sleginn. Eg man að eitt haustið var búið að lána
svo mikið af slægjum, að þeir í Fjarðarseli sáu ekki annað fært en að
fara upp á Haugsmýrar og heyja þar. Mér er þetta svo minnisstætt því ég
fékk að fara einn morguninn með engjafólkinu. Fórum beint upp frá
bænum. Mikið var af allslags berjum í fjallinu, sérstaklega í bæjargilinu,