Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 166

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 166
164 MÚLAÞING við fossinn. Þar er brú yfir ána, sem pabbi lét byggja, með grindverki í kring, hún er þar enn, en að sjálfsögðu eitthvað endurbætt, - en söm er stærðin. Hann er grösugur dalurinn og fjallið fyrir ofan, en ég get ekki munað betur en væri meiri gróska í jörðu, meira af berjum, meira af skógkjarri og ýmsu, sem ég sakna. Til dæmis var svo mikið af angandi reyrgresi. Það var mikið tínt heima og haft innan um föt, svo allt angaði af reyrgresi. Svo var Nátthaginn svokallaði, sem er neðan við Fiskihraunið svokall- aða. Hann er rétt ofan við fossinn, áin öðru megin, klettar báðu megin að kalla. Þar var allt á kafi í grasi á sumrin. Þá voru kvíaæmar hafðar þar stundum yfir nóttina og réttað þar á haustin. Mér fannst, þegar ég var krakki þessi nátthagi vera svo mikill ævintýraheimur. Að utanverðu var einstigi þama líklega ekki fært lengur. Eg man vel eftir útihúsunum. Efst á túninu utan og ofan við bæinn var stórt fjárhús og hlaða, svo neðst á túninu hesthús og innar lambhúsið svokallaða og þar innar var smiðjan (þar voru smíðaðar skeifur, ljábakk- ar, hestskónaglar og fleira). Kornmylla var neðst á túninu við lækinn, en það var fyrir mitt minni, en ég man eftir myllusteinunum sem lágu þar á lækjarbakkanum, en þegar ég man eftir var kornið malað heima í hand- kvörn. Langafi kaus að búa þarna í Fjarðarseli. Þarna var mesta landrýmið, rennisléttar engjarnar fyrir utan túnið og svo dalurinn fyrir innan. Frá bænum sást út í kaupstaðinn. Oft var nú skroppið í bæinn og hvflt sig á hvfldarsteininum eða Setusteininum, sem við kölluðum, sem er þarna enn upp á mónum (ofan við brekkuna). Seinast þegar ég var þarna á ferð, sá ég hann og undraðist yfir að hann skyldi fá að vera þama í friði eftir allt umrótið síðustu ár. Það er margs að minnast og ég tek undir með skáldinu, sem kvað um sinn dal: Man ég dal í daggarfeldi bláum, dags er roði fagur gyllti tind, man ég brekkur blómum prýddar smáum, brattan foss og kaldavermslulind. Margir bæjarbúar voru með eina kú og hesta og töluvert margt fé, enda var hver blettur sleginn. Eg man að eitt haustið var búið að lána svo mikið af slægjum, að þeir í Fjarðarseli sáu ekki annað fært en að fara upp á Haugsmýrar og heyja þar. Mér er þetta svo minnisstætt því ég fékk að fara einn morguninn með engjafólkinu. Fórum beint upp frá bænum. Mikið var af allslags berjum í fjallinu, sérstaklega í bæjargilinu,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.