Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 10
MULAÞING
hætt til langframa. Þegar svo höfðaletrið óx upp og náði þroska og nam
land við hliðina á teinungsskreytinu, gerði það sitt til að fullkomna ís-
lenska ættarmótið á tréskurðinum.”
Þetta er sú besta skilgreining sem ég þekki um ættarmót íslensks tré-
skurðar.
Fyrirrennarar
Urn miðja nítjándu öld fara Islendingar að leita til annarra landa til að
nema tréskurðarlist. Þá fer áhrifa frá Evrópu að gæta í hinum þjóðlega
stíl.
Kunnugt er um tvo menn sem stunduðu nám í tréskurði í Kaupmanna-
höfn á 18. og 19. öld, á undan þeim sem hér verður aðallega fjallað um.
en þeir voru:
Gunnlaugur Briem, fæddur á Brjánslæk 31. janúar 1773, dáinn á
Grund í Eyjafirði 17. febrúar 1834, sýslumaður í Eyjafirði síðari hluta
ævinnar. Hann mun fyrstur hafa tekið upp Briems-nafnið, sem dregið
var af bæjarnafninu Brjánslækur. Foreldrar hans voru séra Guðbrandur
Sigurðsson að Brjánslæk og kona hans Sigríður Jónsdóttir.
Gunnlaugur missti föður sinn 7 ára að aldri, og var eftir það fóstraður
upp hjá séra Birni Halldórssyni í Sauðlauksdal, sem sendi hann 15 ára
að aldri (1788) til Kaupmannahafnar, með Sigurði biskupi, til að læra
þar handverk. Þar stundaði Gunnlaugur nám í tréskurði (bíldhöggvara-
smíði) á listaskólanum í sjö ár og útskrifaðist þaðan 1. október 1795 og
fékk silfurpening skólans. Hann þótti snillingur í myndskurði. f æsku
sinni í Höfn var hann vel kunnugur Albert Thorvaldsen, hinum fræga
myndhöggvara, og hélst vinátta með þeim meðan þeir lifðu báðir.
Er Gunnlaugur hafði lokið myndskurðarnámi hóf hann laganám og
lauk því. Varð síðan sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og bjó að Grund. Lít-
ið mun hann hafa stundað myndskurð hér heima.
Hinn myndskurðarmaðurinn, Guðmundur Pálsson "bíldur” var fædd-
ur 4. maí 1830 í Fornaseli á Mýrum, dáinn 18. júlí 1884 á Ystahóli í
Sléttuhlíð, Skagafirði. Hann nam tréskurð við Listaháskólann í Kaup-
mannahöfn um tíma, milli 1850 ogl860, en lauk eigi prófi. Og þó að
hann væri snjall í list sinni, fylgdi honum auðnuleysi og óregla alla ævi.
Hann ferðaðist mikið síðari hluta ævinnar, einkum norðanlands, og skar
út ýmsa hluti þar sem hann dvaldi. Oft skar hann út æðarhjón yfir bæjar-