Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 18
16
MÚLAÞING
úr sókninni árið 1890 er „Stefán Eiríksson 27 ára smiður, til Kaup-
mannahafnar. ‘ ‘
Ekki getur það verið út í bláinn, að Stefán er hér nefndur smiður. Hef-
ur hann eflaust eitthvað stundað smíðar eins og eðlilegt var um jafn-
handlaginn mann. Nú mun hann ekki hafa lært smíðar áður en hann fór
utan, en ef til vill eitthvað stundað húsasmíðar, annars hefði hann varla
hlotið þessa umsögn hjá prestinum.
Hagleikur hans hefur ekki dulist fyrir samtíðarmönnum. Aður var
skýrt frá kistlinum, sem hann gaf prófastshjónunum á Valþjófsstað. En
það voru einmitt þau sem hvöttu hann til að fara í tréskurðarnámið.
Hann fór því utan þetta haust, og er talið að hann hafi farið með skipi,
sem lagði frá landi á Djúpavogi við Berufjörð. I Sunnanfara 1902 er sagt
að Stefán hafi farið til náms fyrir tilstuðlan Sigurðar Gunnarssonar á
Valþjófsstað (síðar í Stykkishólmi). Séra Sigurður og Soffía kona hans
stóðu þetta haust fyrir hlutaveltu á Vopnafirði, sem gaf af sér 300 kr. á-
góða, og var Stefáni sent þetta fé til Kaupmannahafnar. Var þetta eini
styrkurinn sem hann fékk héðan að heiman á námsferli sínum. Sýnilegt
er að Stefán hefur munað þessa hjálp þeirra hjóna, því að fyrsta barn sitt
lét hann heita eftir Soffíu.
Segir nú fátt af Stefáni eftir að hann kom til Hafnar, fyrr en hann hóf
nám hjá meistara sínum. En talsverðan tíma hefur það tekið hann að
koma sér fyrir, því að ekki hóf hann nám á tréskurðarstofunni fyrr en 10.
janúar 1891. Hvort hann hefur unnið annarsstaðar fram að áramótum er
ekki vitað.
Stefán lærði hjá ágætum listamanni í tréskurði, C. B. Hansen, en þar
var þá stærsta húsgagnaverkstæði í Danmörku. Þetta tvennt var tengt
hvað öðru, þegar húsgögn voru skreytt með tréskurði. Virðist Stefán
hafa verið heppinn með kennara. I því sambandi má geta þess, að Stefán
sendi Rfkarð Jónsson, fyrsta nemanda sinn, til náms á þessa vinnustofu.
Þessir tveir snillingar lærðu hjá sama meistara.
Eftir frásögn Ríkarðs Jónssonar var tréskurðurinn á vinnustofunni
einkum í tveimur stíltegundum, ,,rókokóstíl“ og ,,renisansestfl“, og
voru báðir notaðir jöfnum höndum.
Stefán hefur ritað í minnisbók sína, að á fyrsta ári sínu í tréskurðar-
náminu hafi kaup hans verið hækkað um eina krónu á viku, úr tveimur
krónum í þrjár, og að erfitt sé að komast af með þessi laun. Það er auð-
skilið, en Stefán var sparsamur og bjargaði sér.
Stefán dvaldi á fimmta ár við nám í Höfn og vann þar nokkuð lengur.
Naut hann þar ekki aðeins hinnar bestu tilsagnar í tréskurði, heldur