Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 48
46
MÚLAÞING
En dagarnir liðið hver af öðrum og ekkert gerst. Maðurinn sagt á
hverju kvöldi, að hann ætti von á plássinu. Sagt að það hefði verið mis-
skilningur að hann missti það, bara misskilningur. Hún viljað trúa. Vissi
að hann var góður sjómaður. En það var ekki nóg.
Konan gekk fram í anddyrið. Regnið hafði færst í aukana. Droparnir
glumdu á þakinu, fóru í silfurlitum tónum eftir götunni. Orðið hvassara.
Vafði betur að sér sjalinu og setti í herðarnar.
I morgun sagðist maðurinn vera viss um að hann fengi fyrirframgreiðsl-
una í dag. Samt ókominn. Það ekkert nýtt. Hafði að vísu komið furðu tím-
anlega síðustu vikurnar og ekkert drukkið. En nú brá öðruvísi við.
Klukkan sló þrjú djúp slög. Konan mundi, hve hrifin og sæl hún hafði
verið í bernsku er hún hlýddi á tóna klukkunnar. Síðari árin setið mörg
kvöld og hlustað á taktfast ganghljóðið, beðið eftir slögunum, meðan
hún beið full kvíða, eftir manninum. Nærvera klukkunnar alltaf sefað,
örvað. Þá komist að raun um að klukkan hafði sál. Eitthvað af foreldrum
hennar lifði í þessari gömlu klukku.
Konan settist á ný framan við gaslogann.
Maðurinn aldrei farið í Stýrimannaskólann. Lenti í óreglu. Ætlaði ekki
losna úr þeim fjötrum, þrátt fyrir tárvotar heitstrengingar. Mundi ekki
hvenær henni varð vandamálið ljóst. Haft nóg á sinni könnu. Börnin
hvert á sínu árinu. Hann oftast á sjónum. Ekki komið heim á stundum
eftir að börnunum fjölgaði. Tilbreytingarlítið að koma í þrengslin og
bamsgrátinn. Hann félagslyndur.
Smátt og smátt skorist í odda. Hún ekki viljað trúa, að hann sem eitt
sinn hafði verið blíður og nærgætinn, ætti til þau viðbrögð, orð, athafnir,
sem hann fór að sýna henni.
Nú verið gift í tólf ár. Sum hver erfið, einkum þau síðari. Hún gerði
sér grein fyrir því að önnur tólf, óbreytt, gátu ekki gengið. Hún komin í
þrot. Kannski höfðu hin aldrei gengið, bara oltið einhvern veginn.
Höfðu fljótlega eignast þetta hús, keypt það gamalt. Ætlað að byggja
síðar, glæsilega höll. Af því aldrei orðið. Þrátt fyrir óreglu mannsins,
komst heimilið þokkalega af fyrstu árin. Hún saumaði mest á börnin,
sprett upp og vent gömlum fatnaði. En þegar börnunum óx fiskur um
hrygg, var erfiðara að fást við slfkt.
Svo komu tímabilin sem hana hreinlega vantaði peninga, til að geta
keypt í matinn. Útgerðarmaðurinn lengi vel verið henni innan handar og
greitt fyrir fram. En þegar veikindadögum manns hennar fjölgaði, fór út-
gerðarmaðurinn að verða dræmari í viðmóti. Hún skildi það. Var honum
jafnframt sárreið á stundum.