Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 122
SIGURÐUR MAGNÚSSON FRÁ ÞÓRARINSSTÖÐUM
s
A heljarþröm
Skotið á klöppinni
Byssan er mikilvægt tæki. Við íslendingar höfum aðallega notað byss-
una í nytsömum tilgangi, sem betur fer, þó nokkuð hafi að vísu út af
brugðið.
Nokkur hörmuleg slys hafa hlotist af þessu voða vopni, oft vegna ó-
gætni eða gleymsku. Ég átti um nokkurra ára skeið haglabyssu, sem ég
notaði við fuglaveiði og sem grenjaskytta. Auk þess skaut ég mikið af
húsdýrum, en notaði fjárbyssu við þau störf. Þegar ég bar byssu, sem
svo er nefnt, leit ég hana alltaf nokkuð alvarlegum augum.
Ég gekk með hana óhlaðna eftir því sem við var komið og hafði það
fyrir reglu að taka skothylkið alltaf úr henni, strax þegar veiðum var lok-
ið. Þessi varúð, sem raunar allir, sem með byssu fara ættu að temja sér, á
ef til vill rót sína að rekja til þeirra atburða sem ég ætla nú að greina frá.
Þegar ég var á 14. árinu var á heimili mínu að Þórarinsstöðum í Seyð-
isfirði ungur maður, þá 22 ára, sem átti nýja haglabyssu. Ég nefni þenn-
an unga mann aðeins vin minn eða Nonna. Hann stundaði talsvert fugla-
veiðar. Hafði ég gaman af að vera með honum í veiðiferðum hans og elti
hann því hvenær sem færi gafst. Amaðist hann aldrei neitt við því. Mig
dreymdi stóra drauma um að verða skytta, þegar ég yrði svo ríkur að
geta keypt mér byssu. Nonni l'ór oft niður að sjó með byssu sína og
skaut stundum nokkuð af fugli, sem við sóttum síðan á báti ef hann rak
þá ekki að landi. Svo voru líka til svonefndir skothundar, sem kennt var
að sækja fuglana á sjó út eftir að þeir höfðu verið felldir. Þessir hundar
voru mesta þarfaþing fyrir þá sem skutu fugla úr landi meðfram
ströndinni hvort sem þeir voru á flugi eða á sjó. Enginn slíkur hundur
var þá til hér heima, en í Melbæ á Þórarinsstaðaeyrum var “Neró”, ágæt-
ur skothundur, sem sótti fugla þá sem eigandi hans skaut af landi og þá
líka fyrir syni hans.
Morgun einn fórum við í veiðiferð. Héldum við þá niður á Hamarsnes,