Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 201
MÚLAÞING
199
líka var, klækjabragð. Kváðu ýmsir
um þetta, eru hér sýnishom af þeim
vísum.
Sigmundur tilfærir vísur eftir tíu
“skáld” víðsvegar um Austurland.
Þetta er ómerkilegur skáldskapur og
sumt bölvað klám. Eg hirði því ekki
um að birta þær allar, en læt þó tvær
eftir séra Salómon Bjömsson prest á
Dvergasteini fara:
Hvar mundi vera hjarta mitt
heyrandi sögu þá?
Eiríkur salti sýndi sitt
sigurverk mönnum hjá.
Líflegum sínum læra titt
lurk höggvinn þandi á,
axarkjakið svo fengi fritt
Finnsstaða-Þórði hjá.
“Skáldin” eru nú sjálfsagt flest
gleymd, en sum með auðkennilegt
nafn og númer í Ættum Austfirðinga.
Eitt þeirra er Salómon Björnsson
Seyðisfjarðarklerkur. Hann þjónaði á
Dvergasteini 1802 til dauðadags 1834.
Annað skáld, Eiríkur Rustikusson, dó
1804 segir í Ættunum. Ef það er rétt
hafa vísurnar verið gerðar 1802- 1804.
Ekki kann eg skil á skáldum þessum
öllum. Guttormur Guðmundsson er
sennilega sá sem fæddur er í Hofteigi
um 1736. Hann bjó í Vopnafirði og
orti skammarkveðskap, segir í Ættun-
um. Guðmundur Filippusson var og er
jafnvel enn þekktur hagyrðingur,
skruggublesi og orti kerskn, f. um
1745, d. 1834. Ólafur Erlendsson var
uppi á 18. og 19. öld, nokkurt skáld
talinn, holdsveikur. Hermann í Firði,
frægur af búskaparumsvifum, sagður
f. 1749 og d. 1837 (Ættimar), skáld-
mæltur nokkuð. Nikulás Brynjólfsson
á Þverhamri í Breiðdal var uppi á fyrri
hluta 19. aldar, jarðeigandi mikill
vegna próventugjafar föðursystur
sinnar sem var sýslumannskona. Jarð-
ir hans voru í Stöðvarfirði (Kirkju-
bólstorfan) og á Völlum. Um Halldór
Jónsson, Sigurð Eiríksson og Stefán
Ólafsson er mér ókunnugt og nenni
ekki að gera að þeim svo sem neina
leit.
Hildibrandur húsbóndi Eiríks er hér
kenndur við Urriðavatn, en við Skóg-
argerði í Ættunum. Hann var langafi
Miðbæjarsystkinanna í Norðfirði,
Guðröðar kaupfélagsstjóra o.fl. Hlýtur
því að hafa verið orðinn fullorðinn
snemma á 19. öld.
Margt er sér til gamans gert og ís-
lensk skopvísi jafnan söm við sig. Hér
hnoða saman skopi og klámi leirskáld
á Austurlandi, norðan frá Vopnafirði
og suður í Breiðdal, um einfeldning
sem lætur galsakarl spila með sig. Að
mestu haft eftir Sigmundi Long.
- Á.H.
Vörðuvísur frá Hrímgerði
á Heiði
Þessar vörðuvísur bárust mér í bréfi
til birtingar í þessu riti. Höfundur er
Hrímgerður á Heiði og ekki meira um
það. Þær skýringar einar er best að
fylgi vísunum, að á Smjörvatnsheiði,
þar sem áður var fjölfarin leið milli
byggða Héraðs og Vopnafjarðar, nán-
ar milli Fossvalla og Sunnudals, stóð -
og stendur raunar enn - varða, traust-
lega hlaðin úr grjóti, og vonandi enn