Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 196
194
MÚLAÞING
Hrísgerði
Hrísgerði er afbýli (eyðibýli) frá
Setbergi í Fellum. Var þar búið 1794
samkvæmt eyðibýlaskrá Halldórs
Stefánssonar í Múlaþingi 5 og mun
hafa verið byggt til 1846 eða þar um
bil. Tóftir þess eru undir lindarbrekku
á mótum Hrísgerðismýrar (4 ha.) og
Klapparmós (6 ha.) sem er sérkenni-
legt mólendi með beðasléttulagi. Við
Setbergsklöpp við Lagarfljótið beint
niður af Setbergi var starfrækt sauð-
fjárferja á sláturfé sem selt var til út-
landa, svo og til annarra nota. Eru til
heimildir um ferjunotkun þessa, og
augsýnileg eru bátahrófin við Set-
bergsklöpp og í Höfðavík Vallamegin
niður af Höfða.
Jarðvegur í Klapparmó og meðfram
Lagarfljótinu er óvenjufrjósamur, og
telja nútíma jarðvegsfræðingar hann
myndaðan úr laufmold. Um 40 sm
moldarlagsins er þar víða svört mold
blandin viðarkolasalla. “Hér hafa
staðið stórskógar fyrrum,” var dómur
Sigurgeirs Olafssonar garðyrkjuráðu-
nautar RALA er hann leit yfir þetta
landssvæði 24. ágúst 1981.
í Öldinni átjándu segir að á þessum
slóðum (í Meðalnesskógi) hafi gengið
úti tvær kvígur veturinn 1799 og
kæmu aldrei í hús. - Bragi Gunnlaugs-
son.
Það lífer sumir sjá
Beint á móti býlinu Klúku í Suður-
dal Fljótsdals er hinn raunverulegi
Hrakhamarsklettur í landi Langhúsa.
Þar er álfabyggð. Undurfagur söngur
hefur heyrst þaðan - fegurri en manns-
barkinn getur skilað. Heyrendur hafa
heillast af töfrum söngsins. Saga er
kunn, sem styður að álfamir þar lifi
ekki ólíkt lífi okkar. Hún er á þann
veg að Geithúsasmalann vantaði eitt
sinn fjórar kindur, en Geithúsin em í
nágrenni við álfabyggðina - smalinn
var að svipast um eftir þessum ám.
Staddur á Krosshjalla sá hann kind-
urnar; bæði litur þeirra og fjöldi stóð
heima. Runnu þær út hjallann og ætl-
aði smalinn í veg fyrir þær, en hafði
ekki við þeim. Loks fór hann yfir slóð
þeirra, en sá þá engin för eftir þær.
Var þó föl á jörð. Undraðist hann
þetta, og þegar hann lítur aftur í átt til
kindanna voru þær horfnar. Talið er
r>
fullvíst að þetta hafi verið ær úr álf-
heimum.
Fyrir fáum árum minntu álfarnir á
að þeir búa enn í Hrakhamarskletti.
Það gerðu þeir með eftirfarandi hætti:
Verið var að leggja nýjan veg í
Múlann. Eins og gengur þurfti grjót til
verksins. Komu vegamenn því að máli
við bóndann á Langhúsum og báðu
leyfis að mega sprengja í Hrakham-
arskletti, hvað bóndi leyfði. Þótti hon-
um kletturinn hreint ekki fagur og á
engan hátt merkilegur. Af einhverjum
ástæðum var álfabyggðin ekki tengd
þessum kletti í huga hans - heldur öðr-
um skammt frá. Hrakhamarskletturinn
var sprengdur og fluttur í nýja veginn.
Svo gerist það við verklok, að geysi-
legt flóð kemur í árnar og af slíkri
skyndingu að þrír vegagerðarmenn -
toppamir, urðu innlyksa og komust
hvergi vegna vatnsflaumsins. En þeir
vildu þó reyna að komast úr sjálfheld-
unni og fóru eftir nýja veginum á
gröfu.