Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 46
44
MÚLAÞING
Er þau systkinin uxu úr grasi og fóru að létta undir, batnaði efnahagur-
inn. Túnið stækkaði og gripum fjölgaði. Hún mundi glöggt eftir því,
þegar hún eignaðist hest.
Liðið á sumar. Þokugrár dagur. Silfurofin daggarábreiða á landinu.
Hross koma utan úr þokunni af leitinu. Renna undan þrem ríðandi mönn-
um. Fara fetið. Virðast slæpt. Hrossakaupmenn á ferð, klæddir svörtum
olíuburum með svipur í höndum. Aftan við hnakkana reiðtöskur.
Fá að setja hrossin í nátthagann meðan þeir þiggja kaffi. Forsvarsmað-
ur hópsins gamall vinur föður hennar. Þeir verið saman á vertíð fyrir
margt löngu, áður en faðirinn kynntist móðurinni.
Stúlkan hefur á tilfinningunni, að faðir hennar hefði bjargað lífi þessa
manns. Hann ekki nefnt það, faðir hennar. Omannblendinn, kannski um
of.
Fimm vetra foli, steingrár verður eftir. Um kvöldið gefur faðirinn
henni folann. Hefur ekki mörg orð, en hún skilur hann. Þetta er gjöf sem
á að koma í stað allra þeirra gjafa sem hann hafði viljað gefa henni, en
ekki haft efni á.
Hún hjúfrar sig að brjósti hans. Andar að sér römmum þef hans,
sveitalykt hans góð og notaleg á þessum stað. Kyssir hann. Skeggið kitl-
ar vangana. Svo snýst hann snöggt á hæl og hverfur í þokuna niður tún-
ið. Hún eftir með folann, stærstu gjöfina, sem hún hafði eignast. Skírir
hann strax Gamm.
Nokkrum árum síðar hafði hún fengið vinnu á hælinu, farið norður
með strandferðaskipinu. Þar kynnst manninum sínum. Hann verið
kaupamaður á næsta bæ, ættaður að vestan og beið eftir togaraplássi.
Hittust fyrst á balli. ,,Austrið“ og ,,vestrið“, eins og þau kölluðu hvort
annað, dregist hvort að öðru. Bæði aðkomin, kannski eilítið einmana.
Allt gerst furðu fljótt. Giftu sig um haustið á nítjánda afmælisdaginn
hennar. Hann ætlaði síðar í Stýrimannaskólann.
Hún verið mjög ástfangin. Skrifaði heim. Móðirin skrifaði til baka.
Greinilega áhyggjufull. Fannst þetta allt skjótt ráðið, en óskaði henni til
hamingju. Vonaði að allt færi vel, bað guð að gæta hennar. Faðirinn
skrifaði ekki. Hún raunar aldrei séð hann skrifa annað en ærbókina. Bað
fyrir kveðju og heillaóskir.
Sumarið eftir fæddist fyrsta bamið. Hún ekki getað heimsótt foreldr-
ana. Heldur ekki það næsta. Annað barn bæst við. Samgöngumar erfið-
ari en nú.
Um það leyti sem von var á þriðja baminu, barst fréttin um lát móður-