Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 205
MÚLAÞING
203
kveðju, sem eg elska enn,
af því ,,tíminn“ lifir.
Hnípin stundum hrekk eg við,
harma þrenna og ferna.
Hefði eg sigrað “sambandið”,
sæti það nú héma.
Vini sá eg vera hér.
Vilhjálmur að norðan,
Páll að austan - sem eg sver -
sýndist ætla að borða ‘ann.
Hvar sem Páll um hauður fór,
hann var Islendingur.
Hjartað gott, en heiftin stór,
hann var þjóðdýrðlingur.
Steig hann síðan Stjörnu á bak,
stefndi f heiðageiminn.
Þetta fagra fótatak
fannst mér töfra heiminn.
Hér skein áður sól á svan,
söng hann snjalla bögu.
Ei ber tíðin of né van
Islendingum sögu.
Vel eg dáði og virti Pál,
var hann oft hér staddur
- enginn jafnt af ást og sál
innilega kvaddur.
Bráðum kemur Bensi hér,
bregst ei mínum vonurn.
Sé eg, hvernig Bleikur ber
bráðlætið í honum.
Mörgum betur Bensi kvað
brag, ef skyldi reyna.
Löngum hafði ‘ann lítið blað,
lét það milli steina.
Þeir voru báðir, Bensi minn
og Blesi fáum líkir,
og hann var, bleiki hesturinn,
hærri en margir slíkir.
Seinast bar hann Bensa hjá
búinn snjóareyfum.
Hann I síðsta sinni þá
söng á hestaskeifum.
Hann eg ekki síðan sá,
syðra lengi bjó ‘ann.
Alla daga af ást og þrá
Austurlandi kló ‘ann.
Hrafnabjarga-Hallgrímur
- hann var snjall að rata.
Öskuhríð og harðveður
honum var sem gata.
Hríðar- drundi heljarkór,
Hallgrím vildi feigan.
Hann var sá, er hríð og snjór
hitti aldrei deigan.
Þá var hríðin römm og reið,
rak hún niður snjáinn.
Hallgrímur urn hæðir reið,
hundurinn fauk í bláinn.
Svona margar sögurnar
segja kann eg slíkar.
Þær eru, háu heiðarnar,
himni sjálfum líkar.
Blítt þær geta brosað við,
búnar draumi ríkum.
Eiga síðan svarta hlið,
syngja yfir líkum.
Nú eru ásta akrarnir
ekki lengur sánir.