Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 128
126
MULAÞING
fullan hug á að ráða af dögum. Síðan þetta var, hef ég aldrei miðað
byssu að hnísu, heldur ekki fuglum. Aðeins skotið tvær tófur á greni,
sem ég var beðinn um að vinna í Austdalnum í Seyðisfirði vorið 1941.
Eftirleitin
Við Seyðisfjörð eru fjöllin há og djúpir dalir, sem víða á Austfjörðum.
Ég er þaulkunnugur fjöllunum við Seyðisfjörð, einkum sunnan fjarðar-
ins, því að þar ólst ég upp og var með í göngum bæði haust og vor, frá
því að ég þótti til þess hæfur. Afrétti er ekkert í Seyðisfirði og stendur
gangan ekki yfir nema einn dag, en getur oft orðið erfið og spretthörð.
Eitt sinn seint á vori fórum við tveir, Pétur Björnsson og ég, frá Þórar-
insstöðum í einskonar eftirleit. Það hafði smalast illa til rúnings og ein-
hverjar ær voru með ómerktum lömbum af þeim ástæðum. Okkur þótti
þetta lakara og ætlunin var að bæta þessar vorheimtur þennan sólskins-
bjarta vordag í brennandi sólarhita. Slíkir góðviðrisdagar voru jafnan
valdir til þess háttar eftirleita, því þá náðist jafnan í tvíreyfurnar eftir
snarpan sprett í einhverju aðhaldi, og þá tókst jafnan að ná í lömbin líka
ef þess þurfti með. Við lögðum leið okkar upp Salteyrardalinn og þaðan
upp á Flanna, sem er hátt fjall, en bærinn Þórarinsstaðir stendur við ræt-
ur þess. Við bjuggumst helst við að finna kindur einhvers staðar á fjöll-
um uppi. Flanninn er annars gróðurlítill þegar upp er komið, en þó kem-
ur fyrir að kindur eru þar uppi, einkum í fjallaskörðunum meðfram lækj-
arsytrum, sem myndast við bráðnandi vetrargaddinn þar uppi á fjallinu
og mosagróður myndaðist við. Uppi á Flanna er annað fjall eða tindur,
sem heitir Bægsli. Það er keilulagað fjall og fagurt. Stöku sinnum leggja
ferðalangar leið sína þangað upp, ef þeir eru á ferð um sveitina, og all-
margir heimamenn hafa farið upp á tindinn. Útsýni er þaðan mikið og
fagurt. Sést þaðan fjöldi fjallatinda bæði í suðri og norðri, og í vestri sést
langt inn á hálendið upp af Fljótsdalshéraði. Kunnugir þykjast þekkja
hina ýmsu tinda og nafngreina þá, en víst er um það að frá Bægslistindi
sést óravegu í góðu skyggni. Gamall siður er það að hafa með sér eitt-
hvert vatnsþétt ílát, flösku eða eitthvað annað, þegar gengið er á
Bægslið.
Rita menn nöfn sín á blað og stundum einhvem skáldlegan frumsam-
inn óð, sem síðan er gengið frá í flátinu sem vandlegast og því síðan
stungið niður í ofurlitla grunna holu, sem er þar uppi á tindinum, og þá
raðað steinum í kring. Sé komið upp á tindinn ári síðar, er flátið með
nafnaskrá og óði jafnan horfið með öllu. Hefur veðurguðunum víst ekki