Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 104
102
MULAÞING
fólk á Rangalóni 1860. Ekki virðast börn vera með þeim. Að þrem árum
liðnum, 1867, komu til sambýlis við þau frá Álandi í Þistilfirði Kristján
Friðfinnsson, f. 1830, og kona hans, Kristín Árnadóttur f. 1833, frá
Vindbelg, systir Steinvarar. Þau komu með þrjú böm sín úr tvíbýli frá
Austaralandi í Axarfirði. Lrklega fara þau Gísli og Steinvör burt árið eft-
ir, en það sést ekki í kirkjubók.
Þau Kristján og Kristín bjuggu í Seli til öskufallsins sem varð á pásk-
um 1875, og á þeim tíma bættust þrjú börn við fjölskylduna, en af þeim
misstu þau eitt. Er askan féll á páskum hörfuðu þau að Rangalóni, en
ekki sé ég líkindi til að þau færu ári fyrr eins og Halldór Stefánsson seg-
ir í Sögu Jökuldalsheiðarinnar, og haft er eftir í Sveitum og jörðum, því
við húsvitjun 31. des. 1874 er Sænautaselsfólk allt saman þar heima við,
og á Rangalóni voru þá Þorgerður Bjamadóttir frumbyggi þar, sem um
þær mundir hafði dvalist þar í um 31 ár, sonur hennar og tengdadóttir og
börn þeirra.
Aðalöskujaðarinn var milli bæjanna Sels og Lóns, en varla mun hann
hafa verið skýrt afmarkaður. Lá hann skáhallt um Sænautafellið norð-
austur yfir vatnið, og af því leiddi að askan féll ekki yfir Rangalónsbæ
eins og orðið hafði í Seli, og ekki féll niður byggð þar vegna öskunnar.
Um vorið 1875 (ekki 1874) flutti fjölskylda Þorgerðar frá Lóni að Lýt-
ingsstöðum í Vopnafirði og árið eftir vestur um haf, en Kristján tók við
býlinu og bjó til þess er hann andaðist 1879, en 1880 fór Kristín ekkja
hans með börnum sínum vestur um haf, svo líklega er enginn afkomandi
þeirra hér á landi nú.
Við öskufallið féllu úr ábúð öll býlin í suðurheiðinni, og Efri-Jökul-
dalur að kalla alveg, en byggðust flest aftur að mislöngum tíma liðnum.
Álykta má að ef ekki hefðu komið til Vesturheimsferðir eftir öskuáfall-
ið, hefðu öll býlin byggst aftur, og jafnvel hefðu risið nýbýli.
En þrátt fyrir skaðann sem askan olli á landinu stóð Sænautasel aðeins
fimm ár í eyði eftir öskufallið. Vorið 1880 komu þangað frá Hamborg í
Fljótsdal hjónin Stefán Stefánsson f. 10. jan. 1841, Jónssonar frá Ey-
vindará og Sesselja Magnúsdóttir f. 16. apr. 1851, Ásmundssonar frá
Ásgrímsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Stefán átti fyrr Guðrúnu Ámadóttur
f. um 1843, fósturdóttur séra Péturs á Valþjófsstað. Hún er að vísu sögð
vera frá Rannveigarstöðum í Álftafirði, en ekki finn ég hana í prestþjón-
ustubókum þar. Þau áttu son sem skírður var Pétur, í höfuð prestsins, f. í
Hamborg 11/7 1868, og kom hann 12 ára gamall með föður sínum og
stjúpu í Sænautasel, ásamt ungum bömum þeirra, þeim Guðmundi f.
21/5 1878 í Hamborg og Sesselju f. 30/10 1879 á Hóli. Næstu árin fædd-