Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 148
146
MULAÞING
Þess er getið í Ættura Austfirðinga, að Jón Jónsson frá Eiði f.-um 1794
(albróðir Daníels eldra á Eiði) hafi Verið vitfirringur og horfið, en fund-
ist löngu síðar drukknaður í Selvíkurá. Sú á kemur úr svo nefndum Bug-
um uppi á Hrollaugsstaðaheiði.
Kumblavík
Næsta vík utan við Selvík er Kumblavík og stóð samnefndur bær nyrzt
við víkina, skammt frá allhárri bjargsnös, sem nefnist Kumbl, en það
virðist vera suðvesturendi á löngu þverhníptu bjargi, sem heitir Skála-
bjarg og nær samfellt að kalla allt út að Skálum. Bærinn stóð á brún
bratts sjávarbakka og þar ofan við lítill dalur. Norður af honum er
Stekkjardalur. Land er talið grýtt í Kumblavík og erfitt til ræktunar. Góð
rekajörð, en erfitt að bjarga timbri upp á háa sjávarbakka.
Skálar
Nafnið Skálar sem er nú ávallt notað er fleirtöluorð, en í gömlum
heimildum kemur fyrir eintalan Skál, sem kann að vera misritun, en
mætti e.t.v. rökstyðja með náttúrunafnakenningu, því að langt tilsýndar
virðist allmikil skál í landslagi skammt frá bæjarstæði, gengur og Vatna-
dalur þar norður í átt að Skoruvík. Beyging orðsins í daglegu tali fólks
hér bendir til kk. orðsins skáli. Með hliðsjón af mörgum ömefnum við
sjó, ekki sízt á Austurlandi, er fleirtölumyndin Skálar af eint. Skáli
einnig hugsanleg, því að það er kunnugt, að sjómenn, er lögðust í útver
og fóru ei heim að kveldi gerðu sér skála á nesjum og töngum nærri
góðum fiskimiðum og hér voru ein þau beztu, er þekktust. Þessi feng-
sælu fiskimið voru mikið nýtt af útlendingum ekki sízt Færeyingum og
laust eftir 1910 fór Þorsteinn Jónsson af Seyðisfirði að koma sér þar upp
aðstöðu til útgerðar og verzlunar og um 1920 tók Öldufélagið á Seyðis-
firði við þeim rekstri, er hann hafði byrjað. Árið 1924 var vaxið þama
upp myndarlegt fiskiþorp með 117 fbúa á 22 heimilum. Strandferðaskip
komu þar við, þegar fært var og einnig gekk þangað flóabátur, Aldan frá
Seyðisfirði. En þarna var hafnlaus strönd, og sterk úthafsaldan gerði því
nær að engu þær lendingarbætur, sem unnar voru.
Upp úr 1930 fór íbúum að fækka, 1932 voru þeir 93 á 18 heimilum.
Kreppan var skollin á og fiskgengd minnkaði. Erfitt varð um allan at-
vinnurekstur. Enginn akfær vegur var að Skálum, en mddur þangað veg-
ur 1960, 6 ámm eftir að jörðin fór í eyði. Ekki var þar sími fyrr en 1927.