Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 190
188
MÚLAÞING
og þar bjuggu Magnúsar tveir 1860 með konur og tvö börn annar en eitt
hinn. Sigmundur minnist á í dagbókunum að þeim væri fært hey á út-
mánuðum og það borið á baki í pokum yfir hrottaflugin tvö. Innri-Alfta-
vfk er skakkt sett á kort Landmælinga frá 1981. Hún er rétt utan við
Nesflug. Á Nesbæjum voru alls fjögur heimili 1860, þrjú á Nesi og eitt á
hjáleigunni, 24 heimilismenn að tölu og fjölmennasta hverfi í sveitinni.
Innan við Nes er Seljamýri fyrir miðjum firði. Þar var tvíbýlt á þessum
tíma og annar bóndinn Finnur Eiríksson frá Álftavík. Hann kemur síðar
við Sigmundarsögu og þó einkum dóttir hans, Gróa Finnsdóttir. Hún 13
ára í föðurgarði 1860. Alldrjúg bæjarleið er frá Seljamýri inn að Stakka-
hlíð í brekkurótum fram og upp af sandinum sem liggur fyrir botni fjarð-
arins. Stakkahlíð er landnámsbær fjarðarins og fyrsti bóndi þar Loð-
mundur hinn gamli, mesta galdrafól sem hleypti skriðu á bæinn þegar
hann flutti suður í Sólheima við Fúlalæk þar sem öndvegissúlur hans bar
að landi. En um 1860 bjó í Stakkahlíð Stefán Gunnarsson hreppstjóri
Loðmfirðinga, mesti myndarbóndi ættaður úr Norður-Þingeyjarsýslu.
Hann var bróðir séra Sigurðar Gunnarssonar prests á Desjarmýri og
Hallormsstað og frændi Gunnars Gunnarssonar skálds. Hann bjó þetta ár
með konu sinni, átta börnum og þrem niðursetningum. Afkomendur
Stefáns bjuggu í Stakkahlíð þangað til byggð lauk þar 1967. Næst í bæj-
aröð á norðurbyggð er Klifstaður. Nú er bæjarnafn stafsett öðruvísi, en
rétt ofan við bæinn er þó klif - brekka þar sem Kirkjuá fellur í fossi og
skammt innar Norðdalsá, einnig með fossum. Fossahljóð kveður við
sýknt og heilagt á þessum kirkjustað þar sem enn stendur kirkja í auðri
sveit. Sigmundur skrifaði stundum Klifstaður og er venju hans haldið
hér, enda þótt stafsetningu hans sé ekki að öðru leyti fylgt. Á Klifstað
var prestur 1860, séra Jón Jónsson Austfjörð og 19 í heimili. Séra Jón
var prestur á Klifstað 1853-1869 er séra Finnur Þorsteinsson tók við og
varð síðasti prestur á staðnum, lét af störfum 1888. Sigmundur átti aldrei
mikil skipti við Klifstaðarpresta, en öðru máli var að gegna um vinnu-
menn prests tvo 1860, þá Sæbjörn og Árna Egilssyni. Sæbjörn bjó síðar
á Hrafnkelsstöðum, mesti gerðarmaður og héraðshöfðingi, og Árni á
Hrafnabjörgum í Hjaltastaðaþinghá.
Milli endabæja sveitarinnar, Bárðarstaða og Neshjáleigu, eru um 10
km, þ.e. um tveggja stunda gangur, en frá hreppamörkum í Stigahlíð og
inn á mörk við Eiðaþinghá við Tóarvatn röskir 20 km. I fjarðarstafni
Bárðarstaðadals er brattlendi upp á Tóna og tvö ógreiðfær klif þar í
brekkum.
Víkur nú aftur sögunni í Úlfsstaði eftir þessar skyndiheimsóknir á aðra