Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Side 197
MÚLAÞING
195
Þá gerðist undrið. Vegurinn flaut
undan þeim, og lentu vegagerðar-
mennimir í miklum mannraunum, og
væri saga út af fyrir sig að lýsa þeim.
En sögumaður, sem ekki vill láta
nafns síns getið, sagðist aldrei hafa
óttast um afdrif þeirra. Þeir sem áttu
hér hlut að máli höfðu enga hugmynd
um að þeir voru að raska ró álfanna.
Því gengu þeir ekki lengra. Þeir hafa
talið þetta næga áminningu um að við
menn eigum að láta bústaði þeirra í
friði.
Sagan um álfabyggðina og allt í
kringum hana var mér sögð á tveim
bæjum og er þetta endurrit þeirra frá-
sagna. En hlutaðeigendur vildu alls
ekki koma fram undir nafni. - Mér
finnst það undarlegt að menn sem
nenna að telja upp traktora'1 og önnur
tól og tæki með bros á vör - skuli ekki
vera stoltir að segja frá lifandi um-
hverfi sem er ekki alveg hvunndags-
legt. - Séra Bjarni Guðjónsson.
I Skarðskinninni
Halldór faðir minn sagði mér frá
þessari ferð sem endaði í Skarðskinn-
inni. Flestu hef eg týnt niður úr frá-
sögn hans öðru en aðalatriðunum. T.d.
er eg búinn að gleyma því hvenær
ferðin var farin, en það gæti hafa verið
í hausthretinu 1917 eða nálægt því ári
miðað við aldur ferðalanganna, en
þeir voru fjórir, elstur Andrés Jónsson
í Geitavík f. 1862 og því orðinn 55
ára, yngstur Andrés Bjömsson f.
1893, orðinn tvítugur 1917. Steinn
Ármannsson var fæddur 1884 og
Halldór Ármannsson 1888, þeir orðnir
33 og 29 ára 1917. Um þetta leyti hef-
ur þetta verið, Andrés Jónsson roskinn
orðinn og Andrés Bjömsson kominn
af unglingsaldri. Annars skiptir ná-
kvæmt ártal ekki máli, en þetta var í
snjóatíð um það leyti sem þeir ferða-
langar lögðu af stað til Héraðs.
Þeir Halldór og Andrés Björnsson
áttu heima á Snotmnesi, Andrés Jóns-
son í Geitavík og Steinn líklega þá á
Bakkagerði. Það mun hafa verið snjór
á láglendi og meðal annars í Skriðun-
um, en ekki slíkur að hlauphætt væri,
svo að þeir gátu þrætt götubrúnina.
Þeir komu við í Njarðvík og þágu
góðgjörðir hjá einhverjum þeirra
þriggja bænda sem þar bjuggu þá - og
m.a. vora þeim boðnir hoffmanns-
dropar. Þrír þeirra yngri þágu ekki,
nema ef til vill í mola, en Andrés í
Geitavík saup á þessum miði. Hoff-
mannsdropar eru blanda af eter og
spíritus, oft notaðir í sykurmola við
kvefi, en stundum líka misnotaðir.
Það mun Andrési ekki hafa orðið á að
þessu sinni, enda kom þessi snafs
honum vel sem síðar getur.
Það var annars sérstök íþrótt að
drekka hoffmannsdropa án þess að
láta þá kæfa sig. Það mun hafa verið
gert þannig, að menn opnuðu kokið
og létu dropana renna niður án þess að
kyngja og umfram allt án þess að
draga andann. Dropamir vora rótá-
fengir og svo magnaðir að þeir gátu
hæglega kæft menn ef mislukkaðist að
láta þá renna niður viðstöðulaust. Þeir
máttu ekki lenda í barkann. Það er rétt
Höf. var að safna upplýsingum um jarðir og búskap.