Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Side 93
MÚLAÞING
91
Frá Hvanná lá leið okkar að Egilsstöðum á Völlum. Þar gistum við.
Þetta var í fyrsta sinn er ég kom á hótel. Eg man hversu gríðarlega flott
og fínt mér þótti það. I herbergi okkar var m.a. skápur (servantur) og
ofan á honum stór og skrautleg þvottaskál úr postulíni eða leir. Vatns-
kanna í sama stíl stóð í skálinni, að því er mig minnir. Undir rúmum
stóðu fallegustu hlandkoppar sem ég hafði séð. Eitthvað var þarna fleira,
lMega fata undir óhreint vatn og spýtubakki, allt hin mestu herlegheit í
mínum huga. Á þessum tímum þurftu Islendingar og fleiri þjóðir að
spýta einhver ósköp, aðallega vegna munntóbaksáts og lungnaveiki. Það
var íþrótt að geta spýtt sem lengst og hitt bakkann.
Stofur á hótelinu voru í mínum augum stórar og glæsilegar. Við sátum
þar um kvöldið og spjölluðu þeir saman Sigurður frændi minn og þeir
Egilsstaðabræður, Sveinn bóndi á Egilsstöðum og Þorsteinn kaupfélags-
stjóri á Reyðarfirði. Eg dáðist mjög að fallegum fötum Þorsteins og sér-
staklega dönskum skóm hans og sokkum sem voru þunnir, litskrúðugir
með munstri.
Þá og raunar ætíð síðan hefur mér þótt ljómi stafa af Egilsstaðaheimil-
inu, enda hafði ég vanist miklu umtali í virðingartón um það fólk, sem
hafði raunar verið mjög kunnugt Hánefsstaðamönnum í nokkra ættliði,
eða allt frá Pétri Sveinssyni (f. 1833) í Vestdal í Seyðisfirði, forföður Eg-
ilsstaðamanna.
Næsti dagur hófst með því að ég skyldi sækja hestana í girðingu. Sig-
urður þurfti þó að koma mér til aðstoðar vegna styggðar eins gæðings-
ins, hryssu er nefndist Irpa. Við snöruðum hestinn með löngum streng
fjögurra punda (mælieining) hamplínu, sem reyndar var fiskilína án
króka og tauma.
Dagleiðin var frá Egilsstöðum um Eyvindarárdal, Slenjudal og Mjóa-
fjarðarheiði að Firði. Þar bjó þá Sveinn Ólafsson alþingismaður. Vil-
hjálmur Ámason á Hánefsstöðum og Sveinn í Firði voru systkinasynir.
Sveinn í Firði er mér minnisstæður maður vegna útlits, málfars og allrar
framkomu. Ég hlustaði þetta kvöld á skemmtilegar samræður þeirra
Sveins og Sigurðar. Sveinn í Firði var gáfaður maður, pólitískur foringi
og héraðshöfðingi á sínum tíma.
í Firði sá ég strengjahljóðfæri er nefnist langspil. Þótti mér það merki-
legt vegna þess að ég hafði fengið þá hugmynd að þetta væri eina ís-
lenska hljóðfærið er stæði undir nafni. Ég heyrði löngu síðar að það
hefði orðið eldi að bráð er íbúðarhúsið í Firði brann.
Leið okkar lá næsta dag að Brekku í Mjóafirði. Göturnar lágu með
sjónum út með firðinum. Við fórum um hlaðið í Skógum, en á því býli