Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 163
MÚLAÞING
161
örðugleikum, og þótt aukið hlutafé forðaði bráðu gjaldþroti, var félagið
leyst upp veturinn 1873 og ,,Jón Sigurðsson“ seldur aftur til Svíþjóðar.
Timburverslunin frá Mandal hafði ekki beðið hnekki við þessa verslun
frá Bergen og frá 1870 tóku útgerðarmenn frá Mandal einnig þátt í sfld-
veiðum við austurströnd Islands.
Árið 1879 tók Otto Wathne bólfestu á Seyðisfirði. Hann var útgerðar-
maður og skipstjóri frá Mandal. Honum vegnaði vel strax frá byrjun.
Áður en langt leið rak hann umfangsmiklar fiskveiðar, fiskverkun, versl-
un og kaupskipaútgerð. Skipaútgerðinni var stjórnað af Tönnes Wathne,
bróður hans, sem flutti til Stavanger í því augnamiði. Skipin sigldu á
milli íslands, Skotlands og Skandinavíu. Árið 1896 hóf Wathnefélagið
reglubundnar gufuskipaferðir frá Danmörku um Stavanger til austur- og
norðurlandshafna íslands. Tveimur árum seinna var félagið styrkt með
n.kr. 5.000 til póstflutninga á milli Noregs og íslands.
Frá þeim tíma bættust Haugasund og Bergen við viðkomuhafnir
Wathneskipanna. Árið 1905 hóf félagið „Vestlandske Lloyd“ í Bergen
reglubundnar skipaferðir frá Bergen til Seyðisfjarðar með viðkomu í
Kristiansand. Félagið hafði áætlunarferðir frá vesturströnd Noregs til
Eystrasaltshafna. Wathnefélagið hafði ekki næga flutningsgetu til þess
að fullnægja þörfum hafnanna norðan við Bergen og var því í engri
hættu vegna þessara nýju flutningsaðila. En til lengri tíma litið, taldi
Wathnefélagið sér stafa hætta af þessum siglingum Vestlandske og 1906
sóttu þeir því um styrk að upphæð n.kr. 10.000 til norsku stjórnarinnar
til þess að auka siglingar á milli Noregs og Islands en sleppa Danmörku.
Nýja áætlunin tók einnig til Austur-Noregs.
Erik Rusten forstjóri ,, Vcstlandske Lloyd“ sótti um sömu upphæð til
stjómarinnar til þess að stofna til fastra ferða á milli Vestur-Noregs og
íslands. Norska stjórnin sendi dreifibréf til nokkurra fyrirtækja sem
tengdust fslandsviðskiptum með beiðni um álit þeirra á þessum umsókn-
um. Flestir mæltu eindregið með Wathne, en nokkrir, einkum á vestur-
ströndinni, vildu að umsókn ,,Vestlandske Lloyd“ yrði tekin til athug-
unar. Ákvörðun stjórnarinnar lá fyrir hinn 24. maí 1907. Wathne fékk
styrkinn, en hafnir norðan Bergen skyldu vera utan áætlunarinnar.
Norska vegamálastjórnin greip þá inn í málið og tók breytta afstöðu til
„Vestlandske Lloyd“ og ákvað að Wathnefélagið skyldi halda uppi á-
ætlunarsiglingum frá Þrándheimi til Kristianiu. Þótt þetta væri fremur
lítilvægt mál, var það upphafið að frekari átökum. Stórþingið tók málið
fyrir hinn 7. júlí 1907. Nokkrir fulltrúar frá Bergen og norðvestur-Nor-
egi voru ennþá fylgjandi því að styrkja „Vestlandske Lloyd“. Einn