Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 94
92
MÚLAÞING
hafði búið afabróðir minn Jón Ámason kirkjuorganisti og kona hans
Guðrún Einarsdóttir og börn þeirra. í Skógum var fallega hlaðin fjár-
borg.
Á suðurstönd Mjóafjarðar innarlega (Asknes og Hamravfk) voru sýni-
lega ummerki mikilla mannvirkja frá hvalveiðiámm Norðmanna á Mjó-
afirði. Þaðan gengu milli tíu og tuttugu hvalveiðiskip þegar mest var og
töldu sumir “stasjón” Ellefsens á Asknesi stærstu hvalveiðistöð í heimi á
þeim tíma. Stór reykháfur á annarri hvorri hvalstöðinni stóð enn uppi og
var tilkomumikill, en nokkrum árum síðar fékk Sveinn í Firði varðskipið
Ægi til þess að skjóta strompinn niður og höfðu sumir gaman af því
máli. Ég man líka eftir vaðandi síldartorfu rétt utan fjömnnar þar sem
leið okkar lá.
Á Brekku dvöldum við Sigurður nokkra daga. Hann hafði áður verið
kvæntur yngstu heimasætunni, Ragnhildi Vilhjálmsdóttur, en hún féll
frá árið 1921 eftir örstutta sambúð. Var það honum þung sorg. Þegar ég
kem að Hánefsstöðum og sé fagra höfuðmynd Ragnhildar, gerða af Rík-
arði Jónssyni myndhöggvara, koma mér þessir atburðir í hug. Ríkarður
var mikill vinur Sigurðar og raunar kvæntur frænku hans.
Þegar sú ferð var farin, er ég hér greini frá, hafði Sigurður fellt hug til
fyrrverandi mágkonu sinnar, Svanþrúðar Vilhjálmsdóttur frá Brekku.
Gengu þau í hjónaband árið 1929, bjuggu allan sinn búskap á Hánefs-
stöðum og eignuðust eina dóttur bama sem upp komst, Svanbjörgu, hús-
freyju á Hánefsstöðum. Bóndi hennar er Jón Sigurðsson frá Ljótsstöðum
í Vopnafirði og eiga þau fimm syni og eina dóttur.
Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra,
frændi minn, var mér til halds og trausts þessa daga og fékk mig til þess
að skilja það einu sinni fyrir allt að Mjóifjörður væri enginn smástaður.
Áður hafði ég séð Vilhjálm eftirminnilega, er hann kom með móður
sinni Stefaníu, sem skipbrotsmaður frá strandferðaskipinu Sterling, sem
strandaði í austfjarðaþoku nálægt Sléttanesi utan við Brimnes í Seyðis-
firði. Morguninn sem þau mæðgin komu að Hánefsstöðum var dimm
þoka en sólin skein í gegn, heiðmyrkur er það nefnt.
Síðasta dagleið okkar lá yfir háan og brattan fjallgarðinn milli Mjóa-
fjarðar og Seyðisfjarðar. Við fórum upp svokallað Hesteyrarskarð og
þaðan í Snjófellsskarð og niður Hánefsstaðadal. Þessi leið var, að því er
ég held, sjaldan farin með hesta, enda illfær. En fagurt er útsýnið á fjöll-
um þessum. Sæll var ég og glaður síðasta spölinn heim að Hánefsstöð-
um.